Innlent

Kviknaði í sófa í Álfaborgum

Á vettvangi.
Á vettvangi.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er búinn að slökkva eld í íbúð í Álfaborgum í Grafarvogi en samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins kviknaði í sófa inn í íbúð. Íbúarnir voru ekki heima þegar eldurinn blossaði upp.

Skemmdir eru talsverðar vegna eldsins, reyks og sóts.

Engin slasaðist vegna eldsvoðans.


Tengdar fréttir

Slökkviliðið kallað í Álfaborgum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leið að Álfaborgum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst tilkynning um að fjölbýlishús í götunni væri fullt af reyk. Slökkviliðsmenn voru ekki komnir á staðinn síðast þegar Vísir frétti og því ekki vitað hvort um eld var að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×