Fleiri fréttir

Pjakkur tekinn af lífi eftir að hafa bitið konu

Dobermanhundurinn Pjakkur slapp frá eiganda sínum í Hveragerði þann 4.júlí. Einum og hálfum tíma síðar var búið að lóga hundinum. Pjakkur hafði í millitíðinni ráðist á konu í bænum og bitið. Konan hlaut skurð eftir árásina. Eigandinn er ósáttur en lögregla segir þetta eðlilegar verklagsreglur. Kvartað hafði verið undan Pjakki áður, og hann því talinn hættulegur.

Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor

Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu.

Íslenskur fiskur lítið mengaður

Fiskur veiddur á Íslandsmiðum inniheldur afar lítið magn af lífrænum mengunarefnum samanborið við viðmið sem önnur Evrópulöndin hafa viðurkennt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matís sem sýnir niðurstöður mælinga á magni eitraðra mengunarefna í íslenskum sjávarafurðum á árinu 2006.

Stór jarðskjálfti í Öxarfirði

Klukkan 8:17 í morgun varð jarðskjálfti af stærð um 3,5 á richter í Öxarfirði, um 17 km vestsuðvestan við Kópasker.

Skutu úr loftbyssu á umferðarskilti

Um kl. ellefu í gærkvöldi var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um að drengir væru að skjóta úr byssu úr bifreið í Vogunum.

Þyrla sótti veikan ferðamann

Ferðamaður fékk sykursýkiáfall og missti meðvitund, þar sem hann var staddur í Kverkfjöllum í gærkvöldi.

Verðmerkingum ábótavant hjá bakaríum

Vermerkingum í hillum og borðum var ábótavant hjá sex bakaríum og í kælum hjá þrettán bakaríum samkvæmt athugun Neytendastofa á ástandi verðmerkinga í 37 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 24. júní.

Forn gullhringur fannst í gröf á Skriðuklaustri

Gullhringur sem fannst í gröf á Skriðuklaustri hefur sennilega tilheyrt annað hvort príláta frá tímum munkaklausturs á staðnum eða háttsettum embættismanni skömmu eftir klausturtíma. Mjög sjaldgæft er að gullhringir finnst við fornleifauppgröft á Íslandi.

Háskólaprófessor svikinn af tryggingafélagi

Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Háskóla Íslands, varð fyrir því óláni í byrjun mánaðarins að bíl hans, tólf ára gömlum RAV jepplingi, var stolið. Tryggingafélag Ingvars neitar hins vegar að greiða honum tjónið þar sem ekki sáust skýr merki um innbrot.

Vinna að eftirlaunafrumvarpi eftir sumarleyfi

Vinna við breytingar á á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra hefst í lok sumars að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Formenn allra þingflokka munu funda um málið að loknum sumarleyfum.

Verslanir sem selja ódýrari vörur styrkjast

Verslanir sem bjóða upp á hagstæðara vöruverð eru að styrkjast, að sögn Finns Árnasonar forstjóra Haga. Hagar rekur meðal annars verslanirnar Bónus, Hagkaup, 10-11, Útilíf, Zara og Karen Millen.

Erlendum nemum fjölgar ört í HÍ

Erlendum nemum hefur fjölgað ört í Háskóla Íslands ef litið er til síðustu ára. Um 400 nemendur sóttu í ár um grunnnám við Háskóla Íslands að sögn Gísla Fannberg hjá kennslusviði HÍ en fyrir fimm árum voru um það bil helmingi færri umsóknir

Ramses fer í sturtu þrisvar á dag

Paul Ramses bíður nú niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í Róm á meðan kona hans og barn dvelja hér á landi. Ramses segir frekar erfitt að vera í Róm ekki aðeins sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu sinni heldur sé einnig mjög heitt þar. „Það er mun heitara hér en ég er vanur, það er meira að segja heitara hér en í Keníu. Ég þarf að fara í sturtu þrisvar á dag en í Keníu þurfti ég aldrei að fara í sturtu" segir Ramses.

Fékk skóflu í andlitið

Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en flestar voru þær minniháttar.

Vonast til að nýtt lyf dragi úr dauðsföllum

Yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar Landspítlans, telur að taka beri fréttum um nýtt lyf sem gætu aukið lífslíkur manna með krabbamein í blöðruhálskirtli með ákveðinni varfærni. Eiríkur bendir á að þetta séu einungis fyrstu niðurstöður en að sama skapi telur hann þær vera jákvæðar.

Samningur Reykjavíkurborgar um skógrækt dreginn til baka

Samningur sem Gísli Marteinn Baldursson undirritaði við Skógræktarfélag Reykjavíkur í júní sl. uppfyllir ekki efniskröfur sem borgin gerir til slíkra gerninga og verður því dreginn til baka eftir viðræður við forsvarsmenn Skógræktarfélgsins.

Ólafur til Kína

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur þegið boð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseta Kína Hu Jintao um að sækja Ólympíuleikana sem verða haldnir í Peking í næsta mánuði.

Slökkviliðsmenn hlaupa hálfmaraþon með hjólastóla

Slökkviliðsmenn ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis með hjólastóla í ágúst. „Við verðum með 4-5 stóla og við hvern stól þarf þrjá til fjóra menn," segir Sigurður Jónsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Enn stærra álver á Bakka hugnast Ingibjörgu ekki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Alcoa um enn stærra álver á Bakka sem kynntar voru fyrir helgi hugnist sér ekki. ,,Þetta slær mig ekki vel."

Tíu teknir fyrir ölvunarakstur um helgina

Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, sex á laugardag og tveir á sunnudag. Sjö voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Fagnar handtökunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fagnar handtöku Radovan Karadzic, fyrirverandi forseta Bosníu-Serba en hann var handsamaður af serbneskum yfirvöldum í gær.

Gengisþróun leikur erlent verkafólk illa

Útlendingar sem hafa flust hingað til lands á undanförnum árum finna glöggt fyrir samdrætti í efnahagslífinu, að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Alþjóðahúss . Á sama tíma og tekjur þeirra hér á landi rýrna vegna gengisþróunar eykst eftirspurn eftir vinnuafli erlendis.

Mikil tíðindi felast í handtöku Karadzic

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir heilmikil tíðindi felast í handtöku Radovan Karadzic, fyrirverandi forseta Bosníu-Serba. Karadzic var handtekinn af serbneskum yfirvöldum í gær.

Fullt í allt sumar á hundahóteli

Ekki eru það bara hótel okkar mannanna sem fyllast á sumrin hér á landi heldur eru hótel einnig vinsæl á meðal hunda. Hreiðar Karlsson hjá hundahótelinu að Leirum á Kjalarnesi segir að búið sé að vera full nýting hjá þeim í allt sumar og er uppbókað langt fram í ágúst.

Eldur í gasgrilli kveikir í húsi

Rétt fyrir kl. sjö í gærkvöldi kom upp eldur í gasgrilli við Heiðarbrún í Reykjanesbæ. Heimilisfólkið hafði verið að grilla og verið innan dyra er sprenging var í grillinu og mikill eldur blossaði upp.

Þyrla sótti slasaðan sjómann út af Horni

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landsspítalann í Fossvogi um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með sjómann, sem hafði slasast um borð í íslenskum togara norður af Horni síðdegis í gær.

Beittu kylfum og piparúða gegn tveimur trylltum konum

Lögreglumenn urðu að beita kylfum og piparúða þegar tvær konur réðust að þeim með klóri og spörkum, eftir að þeir reyndu að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni þeirra í Reykjavík laust eftir miðnætti.

Flugáhugamenn komu saman á Hellu

Um helgina var árleg flughátíð Flugmálafélags Íslands á Helluflugvelli sem kölluð er „Allt sem getur flogið". Að sögn Ágústar Guðmundssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu, voru að minnsta kosti 150 manns samankomnir á hátíðinni.

Ermarsundshetju fagnað

Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag.

Golfvöllurinn á Strönd skemmdur

Miklar skemmdir voru unnar á golfvellinum á Strönd sem er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar í síðustu viku. Meðal annars var golfbílum ekið og spólað á grasinu.

Brotist inn Listamiðstöðina á Vallarheiði

Brotist var inn í Listamiðstöðina við Víkingsstræti á Vallarheiði og fékk lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um innbrotið í dag. Fjögur fyrirtæki eru í þessu húsi. Í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum segir að ekki sé vitað hver eða hverjir hafi verið þarna að verki og málið sé í rannsókn.

Mótmælum Saving Iceland á Grundartanga lokið

Mótmælum Saving Iceland samtakanna á Grundartanga lauk laust eftir klukkan fimm og eru mótmælendur farnir þaðan. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi farið að mestu leyti friðsamlega fram.

Sjá næstu 50 fréttir