Innlent

Lögfræðingur Ramses: Enn ekkert heyrt frá dómsmálaráðuneytinu

Katrín Theódórsdóttir
Katrín Theódórsdóttir

Katrín Theódórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses, hefur enn ekki fengið neina niðurstöðu í kæru vegna máls Pauls Ramses. Katrín lagði inn kæru vegna ákvörðunar Útlendingastofnunar um að taka ekki hælisbeiðni Paul Ramses fyrir hér á landi heldur senda hann til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Nú eru tæpar tvær vikur síðan hún lagði inn kæruna til dómsmálaráðuneytisins.

Fátt var um svör þegar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var inntur eftir þeim en hann saðgi þó í skeyti til Vísis að „málið er enn í umsagnarferli".

Aðalkrafa Katrínar var sú að ákvörðun Útlendingastofnunar yrði dæmd ógild vegna þess hvernig staðið var að ákvörðuninni. Hún vill að Útlendingastofnun taki hælisbeiðni hans til umfjöllunar hér á landi í stað þess að hún verði tekin fyrir á Ítalíu þar sem mikill fjöldi hælisleitenda sækja um á ári hverju.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×