Innlent

Í farbanni þar til dómur fellur í Hótel Sögu máli í Hæstarétti

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir pólskum karlmanni sem var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir naugðun.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann einnig til þess að greiða fórnarlambi sínu ein og hálfa milljón króna í bætur en nauðgunin átti sér stað á salerni í kjallara Hótels Sögu við Hagatorg í Reykjavík í mars í fyrra.

Maðurinn ákvað að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Hann sagðist hins vegar þurfa til heimalands síns til þess að leita geðlæknis en slík þjónusta væri of dýr hér. Ákæruvaldið fór hins vegar fram á það að maðurinn yrði hér á landi þar til dómur yrði felldur í Hæstarétti.

Á þá beiðni féllust bæði Hæstiréttur og héraðsdómur og er bent á í farbannsúrskurðinum að maðurinn hafi verið dæmdur til þungrar refsingar fyrir alvarlegt brot. ,,Hann er erlendur ríkisborgari og er ekki annað fært en að farbanni verði beitt til að tryggja að hann verði til staðar er dómur gengur í Hæstarétti og til afplánunar á hugsanlegri fangelsisrefsingu," segir í úrskurði héraðsdóms. Sætir hann því farbanni þar til dómur gengur í máli hans í Hæstarétti en þó ekki lengur en til 31. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×