Innlent

Fékk skóflu í andlitið

Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en flestar voru þær minniháttar. Nokkrir þurftu samt að leita sér aðhlynningar á slysadeild en í þeim hópi var kona sem handarbrotnaði aðfaranótt sunnudags. Í hana var hent farsíma með fyrrgreindum afleiðingum en gerandinn segir að um óviljaverk hafi verið að ræða. Hann sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að síminn hefði verið ætlaður öðrum!

í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir frá öðru sérkennilegu líkamsárásarmáli um helgina þegar skófla var notuð sem barefli. Málsatvik voru þau að tveir vinnufélagar voru að störfum við framkvæmdir utandyra. Fyrir slysni varð öðrum þeirra á að sletta ótilgreindu efni á hinn sem brást ókvæða við. Sá síðarnefndi greip til skóflu og sló henni í andlit þess fyrrnefnda sem við það féll í götuna. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsl hans eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×