Innlent

Þyrla sótti veikan ferðamann

Ferðamaður fékk sykursýkiáfall og missti meðvitund, þar sem hann var staddur í Kverkfjöllum í gærkvöldi.

Hann hafði ekki neyðarsprautu meðferðis og kallaði samferðafólk hans eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Hún sendi þyrlu með lækni um borð og fór líðan ferðamannsins skánandi á bakaleiðinni. Hann var lagður inn á Landsspítalann og er úr hættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×