Innlent

Fagnar handtökunni

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fagnar handtöku Radovan Karadzic, fyrirverandi forseta Bosníu-Serba en hann var handsamaður af serbneskum yfirvöldum í gær.

,,Handtakan sýnir að leiðtogar sem brjóta af sér geta ekki komist undan réttvísinni," segir Ingibjörg og bætir við að lög og réttur eigi að ná yfir alla þá sem hafa átt aðild að stríðsglæpum.

Ingibjörg segir handtöku Karadzic skipta gríðarlega miklu máli fyrir þróun mála á Balkanskaga og hún sé til marks um að að Serbía ætli að vera ábyrgur þáttakandi í samfélagi þjóðanna.

Ingibjörg segir að öllum líkindum hafi tvennt ráðið úrslitum hjá serbneskum stjórnvöldum þegar þau ákváðu að handsama Karadzic. ,,Annars vegar hafa einhver sár væntanlega verið farin að gróa heima fyrir. Hins vegar skiptir verulegu máli að stjórnvöld í Serbíu stefna á aðild að Evrópusambandinu og þau vita að landið kemst ekki þar inn á meðan að þetta mál er óklárað," segir Ingibjörg og bætir við að mikilvægt sé að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serbíu, verði einnig handsamaður.

- Mikil tíðindi felast í handtöku Karadzic

- Karadzic bjó í Belgrad

- Fyrstu yfirheyrslu yfir Karadzic lauk í morgun








Tengdar fréttir

Karadzic handtekinn

Yfirvöld í Serbíu hafa handtekið einn af mest eftirlýstu stríðsglæpamönnum seinni tíma, Radovan Karadzic. Hann var samstundis færður fyrir stríðsglæpadómstól í Belgrad í samræmi við alþjóðlega stríðsglæpasáttmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá serbneskum yfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×