Innlent

Slökkviliðsmenn hlaupa hálfmaraþon með hjólastóla

Slökkviliðsmenn. Mynd úr safni.
Slökkviliðsmenn. Mynd úr safni.

Slökkviliðsmenn ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis með hjólastóla í ágúst. „Við verðum með 4-5 stóla og við hvern stól þarf þrjá til fjóra menn," segir Sigurður Jónsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir því að tuttugu menn þurfi að fylla lið slökkviliðsmannanna, sem munu hlaupa hálfmaraþon, eða 20 kílómetra. Sigurður segir að verið sé að finna menn í liðið og æfingar gangi vel. „Það eru hlaupaæfingar og svo eru hjólaæfingar," segir hann.

Áheit sem safnast vegna hlaups slökkviliðsmanna munu skiptast milli líknarsjóðs slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og hagsmunafélags fatlaðra, að sögn Sigurðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×