Innlent

Kúabændur bíða eftir verðlækkun á litaðri olíu

Landssamband kúabænda er orðið langeygt eftir að olíufélögin fari að lækka verð á litaðri dísilolíu til notkunar á dráttarvélar.

Talsmenn sambandsins benda á að hækkanir síðustu sex vikna á heimsmarkaði séu gengnar til baka. Lítrinn af litaðri olíu kostar nú 110 krónur en kostaði 80 krónur um áramót, þannig að hækkunin síðan þá nemur 40 prósentum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×