Innlent

Íslenskur fiskur lítið mengaður

Fiskur veiddur á Íslandsmiðum inniheldur afar lítið magn af lífrænum mengunarefnum samanborið við viðmið sem önnur Evrópulöndin hafa viðurkennt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matís sem sýnir niðurstöður mælinga á magni eitraðra mengunarefna í íslenskum sjávarafurðum á árinu 2006.

Niðurstöður mælinga á þungmálmum sýna að ætilegur hluti fisksins var ávalt langt undir leyfilegum hámörkum Evrópusambandsins fyrir blý, kvikasilfur og kadmíum.

Niðurstöður mælinga á fiskimjöli og lýsi til fóðurgerðar staðfesta nauðsyn þess að fylgjast vel með magni þrávirkra lífrænna efna eins og díoxína, PCB efna og varnarefna í þessum afurðum á vorin. Styrkur efnanna er háður næringarlegu ástandi uppsjávarfiskistofnanna sem afurðirnar eru unnar úr og nær hámarki á hrygningartíma.

Rannsóknin er hluti af verkefni sem styrkt er af sjávarútvegsráðuneytinu og hefur verið í gangi frá árinu 2003.

Skýrslu Matís er hægt að nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×