Innlent

Beittu kylfum og piparúða gegn tveimur trylltum konum

Lögreglumenn urðu að beita kylfum og piparúða þegar tvær konur réðust að þeim með klóri og spörkum, eftir að þeir reyndu að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni þeirra í Reykjavík laust eftir miðnætti.

Í fyrstu sinnti ökumaður ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók rakleitt heim til sín. Þegar lögreglumenn ætluðu að færa hann inn í lögreglubílinn, þar sem hann var greinilega ölvaður, trylltust konurnar, sem líka voru ölvaðar og réðust á lögreglumennina.

Þeir náðu að yfirbuga þær og voru öll þrjú handtekin og gista fangageymslur. Lögreglumennirnir fóru að því búnu á Slysadeildina til að láta líta á skrámur, sem þeir hlutu í átökunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×