Innlent

Mótmælum Saving Iceland á Grundartanga lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mótmælum Saving Iceland samtakanna á Grundartanga lauk laust eftir klukkan fimm og eru mótmælendur farnir þaðan. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi farið að mestu leyti friðsamlega fram.

Um 20 manns frá Saving Iceland lokuðu umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði. Fólkið læsti sig saman í gegnum rör og skapaði þannig mennskan vegartálma. Að sögn mótmælenda var þetta gert til að mótmæla umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó.

Ekki er ljóst hvort einhver mótmælendanna verður kærður fyrir athæfið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×