Innlent

Breski ferðamaðurinn úr Brekknafjöllum kominn í þyrluna

Þyrla Landhelgisgæslunnar er rétt í þessu að lenda við slysadeild Landspítalans með fótbrotinn breskan ferðamann úr Brekknafjöllum, suður af Hagavatni á Kili.  Ferðamaðurinn fótbrotnaði þar í nótt.

Björgunarsveitarmenn úr hálendiseftirliti Slysavarnafélagsins Landsbjargar og lögreglumenn frá Selfossi fundu hópinn, sem hann er í, á sjöunda tímanum í morgun, en staðsetning hópsins var óljós eftir að tilkynnt var um slysið.

Mikill bratti var á vettvangi og erfitt um vik að bera manninn niður á láglendi, þar sem sjúkrabíll var til taks. Því var ákveðið að kalla efitr aðstoð þyrlunnar. Hinn slasaði var ekki í lífshættu.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×