Innlent

Golfvöllurinn á Strönd skemmdur

Golfbílar geta verið vandmeðfarin tryllitæki.
Golfbílar geta verið vandmeðfarin tryllitæki. Mynd/ AFP.

Miklar skemmdir voru unnar á golfvellinum á Strönd sem er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar í síðustu viku. Meðal annars var golfbílum ekið og spólað á grasinu. Einnig var golfbílunum ekið á ljósastaura og á klúbbhúsið og við þetta skemmdust golfbílarnir. Fimm 14 til 17 ára drengir viðurkenndu skemmdarverkin. Þeir verða spurðir út í málavexti en einn þeirra er ekki sakhæfur. Mál hans verður sent barnaverndaryfirvöldum til afgreiðslu.

Steypubíll eyðilagður í Vík

Einnig voru skemmdarverk unnin í Vík í Mýrdal aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Þar var steypubíll ræstur og ekið á annan við Klakk sem er gegnt tjaldstæðinu í Vík. Lyftari var einnig gangsettur, honum ekið að fjöruborðinu, að reiðvegi sem þarna er og þar festist hann í sandkanti. Rúður voru brotnar í bifreið við verkstæði skammt frá. Mikið af fólki var þarna á tjaldstæðinu og eru þeir sem geta gefið upplýsingar um þá sem þarna hafa verið að verki beðnir um að snúa sér til lögreglunnar á Hvolsvelli, sem er með símanúmerið 488-4110.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×