Innlent

Forn gullhringur fannst í gröf á Skriðuklaustri

Gullhringur sem fannst í gröf á Skriðuklaustri hefur sennilega tilheyrt annað hvort príláta frá tímum munkaklausturs á staðnum, eða háttsettum embættismanni skömmu eftir klausturtíma. Mjög sjaldgæft er að gullhringir finnst við fornleifauppgröft á Íslandi.

Fornleifauppgröftur hófst á Skriðuklaustri árið 2000 en þar stóð síðasta kaþólska munkaklaustrið sem stofnsett var á Íslandi árið 1493 og stóð það til siðaskipta. Menn vissu lengi vel hvar kirkjan á Skriðuklaustri stóð en það var ekki fyrr en árið 2000 sem fornleifafræðingar fundu klausturstæðið og reyndist klaustrið hafa verið um tólf hundruð fermetrar.

Grafnir hafa verið upp nokkrir tugir grafreita og í gær fannst mjög heillegur gullhringur í einni gröfinni. Ekkert var fallið á hringinn sem bendir til þess að hann sé úr mjög hreinu gulli. Flest bendir til að fyrirmenni hafi verið lagt til hvílu í gröfinni, einhvern tíman frá sextándu til átjándu öld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×