Innlent

Verslanir sem selja ódýrari vörur styrkjast

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga.

Verslanir sem bjóða upp á hagstæðara vöruverð eru að styrkjast, að sögn Finns Árnasonar forstjóra Haga. Hagar rekur meðal annars verslanirnar Bónus, Hagkaup, 10-11, Útilíf, Zara og Karen Millen.

,,Við finnum merki þess að minni peningar eru í umferð. Vaxtastigið og veik króna valda því að hér á landi eru bæði verðhækkanir og minni kaupmáttur," segir Finnur.

Finnur segir að tískufatnaður og tískuvörur eiga erfitt uppdráttar. Almennt eðli matvælamarkaðarins er að hann tekur minni sveiflur miðað við aðra vöruflokka. ,,Við erum þokkalega brött en við viljum sjá betra ástand á efnahagnum," segir Finnur.

Framundan er aukin samkeppni að mati Finns. ,,Það er búið að opna nýjar verslanir og framundan er mikil aukning á verslunarrými hvort heldur hjá okkur eða öðrum."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×