Innlent

Skutu úr loftbyssu á umferðarskilti

Um kl. ellefu í gærkvöldi var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um að drengir væru að skjóta úr byssu úr bifreið í Vogunum.

Lögreglan fór þegar á staðinn og hafði uppi á drengjunum. Hér reyndust vera tveir 17 ára drengir á ferð með óskráða loftskammbyssu fyrir blýskot.

Viðurkenndi ökumaðurinn að eiga byssuna og verið að gera sér að leik að skjóta á umferðarskilti nærri Vogum. Byssan ásamt blýskotunum voru tekin í vörslu lögreglunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×