Innlent

Mikil tíðindi felast í handtöku Karadzic

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir heilmikil tíðindi felast í handtöku Radovan Karadzic, fyrirverandi forseta Bosníu-Serba. Karadzic var handsamaður af serbneskum yfirvöldum í gær.

Baldur segir erfitt sé að spá fyrir um framhaldið og viðbrögð andstæðra fylkinga í Serbíu. ,,Þetta er eldfimt mál þar sem Karadzic og aðrir eftirlýstir stríðsglæpmenn hafa margir hverjir fengið að leika lausum hala vegna stuðnings almennings við þá og um leið hafa þessir einstaklingar verið undir verndarvæng stjórnmálamanna."

Aftur á móti er staðan núna sú að ríkisstjórnin og forseti Serbíu eru fylgjandi nánara samstarfi við Evrópusambandið. ,,Handtakan er liður í áætlun serbeneskra stjórnvalda til að tengjast Evrópusambandinu og fá hægstæðari viðskiptasamninga sem endar hugsanlega með aðild Serbíu að ESB," segir Baldur og bætir við að handtöku Karadzic megi meðal annars rekja til mikils þrýstings frá Evrópusambandinu.

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur sannað gildi sitt að mati Baldurs sem telur slíka dómstóla afar nauðsynlega. ,,Það er mikilvægt að einræðisherrar og stjórnvöld geti ekki murkað lífir úr borgurum sínum án þess að alþjóðsamfélagið grípi inn í og að sama skapi er mikilvægt að málaferlin yfir Karadzic takist vel upp."

- Karadzic bjó í Belgrad

- Fyrstu yfirheyrslu yfir Karadzic lauk í morgun












Tengdar fréttir

Karadzic handtekinn

Yfirvöld í Serbíu hafa handtekið einn af mest eftirlýstu stríðsglæpamönnum seinni tíma, Radovan Karadzic. Hann var samstundis færður fyrir stríðsglæpadómstól í Belgrad í samræmi við alþjóðlega stríðsglæpasáttmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá serbneskum yfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×