Vonast til að nýtt lyf dragi úr dauðsföllum Magnús Már Guðmundsson skrifar 22. júlí 2008 15:09 Eiríkur Jónsson, yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar Landspítlans, telur að taka beri fréttum um nýtt lyf sem gætu aukið lífslíkur manna með krabbamein í blöðruhálskirtli með ákveðinni varfærni. Eiríkur bendir á að þetta séu einungis fyrstu niðurstöður en að sama skapi telur hann þær vera jákvæðar. Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í morgun að nýtt lyf, abiraterone, gæti aukið lífslíkur og bætt líðan karlmanna sem þjást af ágengu og illkynja krabbameini í blöðruhálskirtli. Breskir vísindamenn vonast til þess að lyfið lækni allt að 80% þeirra sem þjást af þessu afbrigði sjúkdómsins. Eiríkur segir að vonir séu bundnar við að þetta tiltekna lyf geti gagnast í alvarlegustu tilfellunum en þá hefur krabbameinið yfirleitt náð til eitla eða beina. Í þeim tilvikum er svokallaðri hormónahvarfsmeðferð beitt en hún byggist á því að karlhormón eru fjarlægð úr blóðinu eða komið er í veg fyrir áhrif þess á krabbameinsfrumurnar. ,,Þetta er mjög áhrifrík meðferð sem dugar jafnvel árum eða áratugum saman en þrátt fyrir hana mun krabbameinið vaxa." ,,Menn hafa vonir um að þetta tiltekna lyf geti dugað betur en fyrri meðferðir og krabbameinið síður orðið ónæmt fyrir þessari meðferð," segir Eiríkur. Á hverju ári greinast rúmlega 200 karlmenn hér á landi með krabbamein í blöðruhálskirtli og meðaltali má rekja dauðsföll 50 einstaklinga til sjúkdómsins. Í þriðjungi tilfella er krabbamein í blöðruhálskirtli ágengt og illkynja. Í öðrum tilvikum er krabbameinið staðbundið sem auðveldara er að meðhöndla. Tengdar fréttir Nýtt lyf gegn krabbameini í blöðruhálsi Nýtt lyf hefur fundist sem vinnur gegn illkynjaðasta afbrigðinu af krabbameini í blöðruhálsi. 22. júlí 2008 07:27 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Eiríkur Jónsson, yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar Landspítlans, telur að taka beri fréttum um nýtt lyf sem gætu aukið lífslíkur manna með krabbamein í blöðruhálskirtli með ákveðinni varfærni. Eiríkur bendir á að þetta séu einungis fyrstu niðurstöður en að sama skapi telur hann þær vera jákvæðar. Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í morgun að nýtt lyf, abiraterone, gæti aukið lífslíkur og bætt líðan karlmanna sem þjást af ágengu og illkynja krabbameini í blöðruhálskirtli. Breskir vísindamenn vonast til þess að lyfið lækni allt að 80% þeirra sem þjást af þessu afbrigði sjúkdómsins. Eiríkur segir að vonir séu bundnar við að þetta tiltekna lyf geti gagnast í alvarlegustu tilfellunum en þá hefur krabbameinið yfirleitt náð til eitla eða beina. Í þeim tilvikum er svokallaðri hormónahvarfsmeðferð beitt en hún byggist á því að karlhormón eru fjarlægð úr blóðinu eða komið er í veg fyrir áhrif þess á krabbameinsfrumurnar. ,,Þetta er mjög áhrifrík meðferð sem dugar jafnvel árum eða áratugum saman en þrátt fyrir hana mun krabbameinið vaxa." ,,Menn hafa vonir um að þetta tiltekna lyf geti dugað betur en fyrri meðferðir og krabbameinið síður orðið ónæmt fyrir þessari meðferð," segir Eiríkur. Á hverju ári greinast rúmlega 200 karlmenn hér á landi með krabbamein í blöðruhálskirtli og meðaltali má rekja dauðsföll 50 einstaklinga til sjúkdómsins. Í þriðjungi tilfella er krabbamein í blöðruhálskirtli ágengt og illkynja. Í öðrum tilvikum er krabbameinið staðbundið sem auðveldara er að meðhöndla.
Tengdar fréttir Nýtt lyf gegn krabbameini í blöðruhálsi Nýtt lyf hefur fundist sem vinnur gegn illkynjaðasta afbrigðinu af krabbameini í blöðruhálsi. 22. júlí 2008 07:27 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Nýtt lyf gegn krabbameini í blöðruhálsi Nýtt lyf hefur fundist sem vinnur gegn illkynjaðasta afbrigðinu af krabbameini í blöðruhálsi. 22. júlí 2008 07:27