Innlent

Flugáhugamenn komu saman á Hellu

Öllum flottustu flugvélum landsins var flogið á Hellu um helgina.
Öllum flottustu flugvélum landsins var flogið á Hellu um helgina. Mynd/ Ágúst Guðmundsson.

Um helgina var árleg flughátíð Flugmálafélags Íslands á Helluflugvelli sem kölluð er „Allt sem getur flogið". Að sögn Ágústar Guðmundssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu, voru að minnsta kosti 150 manns samankomnir á hátíðinni.

Þá var mikið um flugvélar af öllum stærðum og gerðum, allt frá flugdrekum til DC-3 „Páls Sveinssonar". Fallhlífastökkvarar, fisvélar, mótordrekar, módelflugvélar, listflugvélar og aðrar vélflugvélar tóku þátt leiknum og voru um 50 loftför á svæðinu þegar mest var.

Ágúst sagði í samtali við Vísi að þetta væri í þriðja sinn sem hátíðin væri haldin og til stæði að endurtaka leikinn á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×