Innlent

Brotist inn Listamiðstöðina á Vallarheiði

Brotist var inn í Listamiðstöðina við Víkingsstræti á Vallarheiði og fékk lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um innbrotið í dag. Fjögur fyrirtæki eru í þessu húsi. Í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum segir að ekki sé vitað hver eða hverjir hafi verið þarna að verki og málið sé í rannsókn.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í dag. Einn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og hinn fyrir að aka fjórhjóli innanbæjar í Vogum. Þá urðu tveir minniháttar árekstrar. Engin slys urðu á fólki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×