Innlent

Par sem var tekið fyrir vörslu hassplatna enn með barnið

Karlmaðurinn og konan sem voru handtekin í fyrrinótt í Reykjanesbæ með 180 grömm af hassplötum og fjögurra mánaða gamalt barn sitt var sleppt úr haldi í dag. Er parið enn með barnið undir sinni forsjá.

Parið gisti í fangageymslum lögreglunnar í nótt og dvaldi barnið hjá móður sinni í fangaklefanum sökum ungs aldurs.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er málið allt til rannsóknar og hefur máli barnsins verið vísað til barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×