Fleiri fréttir Mokstur hafin á vegum á Vestfjörðum Í nágrenni Reykjavíkur er hálka og skafrenningur um Hellisheiði, en greiðfært um Reykjanesbraut, Suðurnes og einnig upp í Borgarnes. Á Vestfjörðum er víða hafinn mokstur á vegum, t.d um Klettsháls, Hálfdán, Dynjandis- og Hrafseyrarheiðar, Um Djúp og Steingrímsfjarðarheiði. Þá er einnig verið að hreinsa með Suðausturströndinni. 1.12.2005 07:55 Tollgæslan tók jólasteikurnar 1.12.2005 07:45 Söfnun hafin fyrir Særúnu Bekkjarfélagar safna fé fyrir Særúnu Sveinsdóttur sem missti fæturna. 1.12.2005 07:45 SMS fyrir 1,5 milljarða á ári 1.12.2005 07:30 Tryggir sér búlgarska Símann Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur tryggt sér yfirráð yfir búlgarska símafélaginu BTC sem er skráð í kauphöllinni í Búlgaríu. Félag í eigu Björgólfs gekk í gær frá kaupum á félagi sem átti 65 prósent í BTC. 1.12.2005 07:30 Kennsla í listdansi einkavædd Kennsla í listdansi verður einkavædd í haust ef áætlanir menntamálaráðuneytisins ganga eftir. Viljayfirlýsing á milli Menntaskólans í Hamrahlíð og forsvarsmanna nýs listdansskóla um greiðslu fyrir danskennslu verður undirrituð í dag. 1.12.2005 07:30 Lögregla kölluð átta sinnum út vegna búðahnupls Lögreglan í Reykjavík var köllluð átta sinnum út til að taka á búðahnupli í gær. Að sögn lögreglu kemur fólk á öllum aldri við sögu og virðist efnahagur ekki heldur skipta máli. 1.12.2005 07:16 Búið að undirrita kjarasamning milli Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar Samningamenn Sjúkraliðafélags Íslands undirrituðu í gærkvöldi nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg, í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Hann er á líkum nótum og sjúkraliðar sömdu um við ríkið. Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna á næstunni. 1.12.2005 07:14 Réðst að vopnuðum þjófi og hélt föstum Innbrotsþjófur barði bíleiganda á bílastæði en var svo yfirbugaður. Vegfarendur voru seinir til aðstoðar. 1.12.2005 07:00 Karlar ræða jafnréttismál Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur boðað til karlaráðstefnu um jafnréttismál milli klukkan níu og tólf í Salnum í Kópavogi í dag. 1.12.2005 07:00 Eitt til tvö banaslys á ári "Kerfið býður ekki upp á það að haldið sé utan um vélsleðaslys því þau eiga sér engan slysaflokk," segir Kjartan Benediktsson, umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu. "Samkvæmt því sem við komumst næst, sem höfum verið að rannsaka þetta, eru þetta svona um eitt til tvö banaslys á ári ef við tökum meðaltalið af síðustu tíu árum. 1.12.2005 06:45 Frjálsar íþróttir á hærra plan Frjálsíþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal var formlega tekin á miðvikudag. Frjálsíþróttahöllin er samtengd Laugardalshöllinni og ljóst er að þar er að finna eina bestu aðstöðu til íþróttaiðkunar hér á landi. 1.12.2005 06:30 Afbrýðisamur barði mann Rúmlega tvítugur Mosfellingur var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að berja mann, sem var nýbyrjaður með fyrrum kærustu árásarmannsins. Fimm mánuðir af refsingunni voru skilorðsbundnir í þrjú ár, en maðurinn þarf að auki að greiða rúmar 360 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. 1.12.2005 06:15 Thelma er kona ársins Thelma Ásdísardóttir var í gærkvöld valin kona ársins í vali tímaritsins Nýs lífs, þegar valið fór fram í fimmtánda sinn. Í bókinni Myndin af pabba, sem Gerður Kristný skrifar, lýsir Thelma áralangri misnotkun af hendi föður hennar. 1.12.2005 06:15 Frumvarp auðveldar breytingar á RÚV Viðskiptaráðherra vill sérstök ákvæði um hlutafélög í eigu ríkisins inn í hlutafélagalög. Slík ákvæði geta breytt stöðu ríkisfyrirtækja og eru líkleg til þess að auðvelda stjórnvöldum að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. 1.12.2005 06:00 Sex Íslendingar smitast á árinu Alnæmissamtökin á Íslandi halda upp á Alþjóðlega alnæmisdaginn í dag en einkunnarorð dagsins að þessu sinni eru hreinskilni og víðsýni. Sex Íslendingar hafa greinst HIV-smitaðir á landinu það sem af er þessu ári en þeim hefur farið fækkandi hin síðari ár sem greinast jákvæðir. Er það öfug þróun við það sem gerist erlendis þar sem lítilsháttar aukning hefur orðið á sama tíma. 1.12.2005 05:45 Valdabrölt á stjórnarheimilinu Í síðustu viku kom í ljós að mikil átök eru á milli stjórnarflokkanna um hver ætti að stjórna Íbúðalánasjóði. Sjóðurinn, sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið, er eina fjármálastofnunin sem framsóknarmenn stjórna. Nú vilja sjálfstæðismenn að sjóðurinn heyri undir fjármálaráðuneytið. 1.12.2005 05:00 Vinna kauplaust og svelta heilu hungri Fimm brasilískir verkamenn gáfu sig fram við Trésmíðafélag Reykjavíkur í gær eftir að hafa unnið kauplaust í tvo mánuði. Magnús Guðmundsson hjá Nýgifs, fyrirtækinu þar sem mennirnir unnu, segist ekki vera þrælahaldari. 1.12.2005 05:00 Björgólfur lætur af störfum Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, mun láta af störfum um áramótin og mun Aðalsteinn Helgason taka við starfi hans. 1.12.2005 05:00 Skoða álver Alcoa í Kanada Tólf fulltrúar á vegum verkefnastjórnar sem heldur utan um staðarvalsrannsóknir vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi héldu til Kanada síðastliðinn þriðjudag. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að skoða álver Alcoa í nágrenni Montreal og ræða við fulltrúa fyrirtækisins um nýtt álver á Íslandi. 1.12.2005 04:45 Þorski er fimmtungur aflans Um 40 prósent af afla fiskiskipa Evrópusambandsins sem fá að veiða karfa í íslenskri lögsögu er þorskur eða ufsi að því er segir á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. 30.11.2005 22:31 Bræðslan ræst eftir langt stopp Bræðslan á Eskifirði var ræst í dag eftir fjögurra mánaða vinnslustöðvun, þegar tvö fiskiskip lönduðu fyrstu kolmunnaförmunum. Ráðamenn Eskju líta björtum augum til komandi vertíðar, ekki síst eftir að fregnir bárust af loðnu í gær. 30.11.2005 22:15 Brasilíumenn krefjast launa Brasilískir verkamenn hafa leitað á náðir Samiðnar til að innheimta tveggja mánaða ógreidd laun hjá fyrirtækinu Nýgifs. Þeir segjast hafa þurft að leita til íslenskra kollega til að brauðfæða sig á tíðum. Eigandi Nýgifs, sem réð þá hingað á grundvelli þjónustusamninga, segir að þetta sé haugalygi. 30.11.2005 21:48 Björgólfur til Icelandic Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur verið ráðinn til Icelandic Group. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar 1. janúar næstkomandi, um leið og hann lætur af störfum hjá Síldarvinnslunni. 30.11.2005 21:06 Búðarhnupl í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík hefur þurft að skipta sér að nokkrum tilfellum búðarhnupls í dag. Jólatíminn er afar vinsæll hjá búðarhnuplurum, en samkvæmt lögreglunni eru slíkir þjófar á öllum aldri og af báðum kynjum. 30.11.2005 20:38 Leikskólinn Reynisholt opnar í Grafarholti Nýr leikskóli sem kennir lífsleikni og jóga opnaði í Grafarholti í dag. Leikskólinn hefur hlotið nafnið Reynisholt. Markmið skólans er að starfsmenn verði meðvitaðir um aðferðir sem beita megi til að draga úr streitu og hraða í umhverfinu og skapa traust og öryggiskennd meðal barna og fullorðinna. 30.11.2005 20:33 Thelma útnefnd kona ársins Thelma Ásdísardóttir, var útnefnd kona ársins af tímaritinu Nýju lífi við hátíðlega athöfn sem fram fór í Iðnó í dag. Þetta er í fimmtánda sinn sem Nýtt líf útnefnir konu ársins á Íslandi. 30.11.2005 19:04 Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan lýsir eftir Guðnýju Heiðu Magnúsdóttur. Guðný er 164 sm á hæð, með axlarsítt svart hár. Hún var klædd í bláar gallabuxur, svartan Metallica-bol og græna hettuúlpu síðast þegar hún sást en hún fór heiman frá sér laust eftir miðnætti í fyrradag. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar vinsamlegast látið lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1000. 30.11.2005 18:31 Dæmdur fyrir að falsa sjúkraskýrslur og læknisvottorð Karlmaður var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í dag um að hafa falsað sjúkraskýrslur, læknisvottorð og reikninga frá erlendum sjúkrahúsum fyrir fjórtán árum. Málið hafði áður fyrnst hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 30.11.2005 16:53 Gengishækkanir éta upp tekjurnar Fjórða til fimmta hver króna sem Hjartavernd hefur fengið í styrki og greiðslur frá útlöndum síðustu ár hefur tapast vegna þess hversu dýr krónan er orðin. Þetta er ástæðan fyrir því að segja þarf upp um það bil helmingi starfsmanna segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir. 30.11.2005 16:47 Moldóvi dæmdur í farbann Hæstiréttur hefur dæmt Moldóva í farbann til 7. desember næst komandi. Maðurinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu 15. nóvember eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hingað frá Færeyjum á fölsuðu grísku vegabréfi. 30.11.2005 16:42 Björgólfur hættir Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, lætur af starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um áramót. Aðalsteinn Helgason hefur verið ráðinn í hans stað en hann er nú framkvæmdastjóri þróunarsviðs Samherja. 30.11.2005 16:30 Fjórfalt dýrara þar sem mestu munar Bankaþjónusta er allt að fjórfalt dýrari í einni bankastofnun en annarri samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna og SFR. Mesti hlutfallslegi munurinn er á veðbókarvottorðum. Þau kosta 400 krónur hjá Íslandsbanka en 1.600 krónur hjá SPRON. 30.11.2005 16:20 Flestir skiluðu auðu Hið fyrsta af þremur samræmdum stúdentsprófum var lagt fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins í morgun en undirtektir nemenda voru dræmar. Tveir af hverjum þremur nemendum sem tóku prófið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi skiluðu auðum prófblöðum. 30.11.2005 16:14 Svör ráðherra ekki fullnægjandi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ekki gefið fullnægjandi svör við því hvort Byggðastofnun haldi áfram starfsemi, segir formaður Frjálslynda flokksins. 30.11.2005 15:10 Reyndu að smygla hálfu tonni kjöts Fjórtán skipverjar á tveimur íslenskum fiskiskipum sem voru að koma frá Færeyjum hafa viðurkennt að eiga rúmlega hálft tonn af fugla-, nauta- og svínakjöti sem lögregla og tollverðir fundu við komu skipanna til Eskifjarðar. 30.11.2005 14:35 Kókaínsmyglari svikinn Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn faldi innvortis 140 grömm af efni sem hann taldi vera kókaín og var gripinn með það í Leifsstöð í nóvember í fyrra við komuna til landsins frá Amsterdam í Hollandi. 30.11.2005 14:00 Íslenskir togarar mæta hörku norsku strandgæslunnar Rússar virðast ætla að komast upp með að hylja nöfn og númer á togurum sínum í Barentshafi, svo að norska strandgæslan beri ekki kennsl á þá, og hún virðist ekkert ætla að aðhafast. Samtímis hóta Noðrmenn íslenskum skipum fullri hörku og íslensk stjórnvöld draga enn á langinn að kæra Norðmenn til Alþjóðadómstólsins fyrir að taka sér einhliða yfirráð á Svalbarðasvæðinu, og hygla einum en hóta öðrum. 30.11.2005 12:30 Stefnt að því að kalla um 20.000 bandaríska hermenn heim frá Írak Bandaríkjastjórn stefnir að því að kalla tuttugu þúsund hermenn heim frá Írak eftir þingkosningar í landinu um miðjan desember. Bush forseti segir að vilji Íraka muni ráða því hvort bandarískum hermönnum í landinu verði fækkað eða fjölgað á næstu mánuðum. 30.11.2005 12:15 Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs íslenskra barna verða afhent í fyrsta sinn á morgun Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs íslenskra barna verða afhent í fyrsta sinn á morgun, 1. desember. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar en það er Kári Stefánsson, forstóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem afhendir verðlaunin. 30.11.2005 11:54 Ráðherra bregðist við vanefndum Öryrkjabandalag Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir að hafa ekki efnt samkomulag sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Garðar Sverrisson þáverandi formaður gerðu í marsmánuði árið 2003. Með samkomulaginu átti að koma til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni og fól það í sér að grunnlífeyrir yngstu öryrkjanna myndi nær tvöfaldast. 30.11.2005 11:00 Síminn gefur eina milljón króna í framkvæmdasjóð BUGL Síminn hefur ákveðið að gefa eina milljón kórna í framkvæmdasjóð til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL. 30.11.2005 10:45 Þrír handteknir vegna fíkniefnamisferlis á Ísafirði Þrír voru handteknir á Ísafirði í morgun vegna vörslu fíkniefna og tækja til neyslu. Efnin, 18 grömm af ætluðum kannabisefnum, fundust eftir að lögreglan stöðvaði bifreið karlmanns og konu sem voru að koma frá Reykjavík. Þriðji aðilinn var handtekinn eftir húsleit í tveimur íbúðum á Bolungarvík. 30.11.2005 10:30 Framkvæmdir við hjúkrunarheimilið á áætlun Framkvæmdir við hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri ganga samkvæmt áætlun. Uppsteypu er nú lokið og er unnið við að loka þaki en áætlað er að byggingin verði útibyrgð fyrir áramót. Í 30.11.2005 10:00 Herinn vill kaupa þjónustu Fulltrúar bandaríska hersins og herspítalans á Keflavíkurflugvelli hafa frá því í sumar margsinnis komið að máli við ráðamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að kynna sér aðstöðu og kanna hvaða heilbrigðisþjónustu mætti kaupa af henni. 30.11.2005 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Mokstur hafin á vegum á Vestfjörðum Í nágrenni Reykjavíkur er hálka og skafrenningur um Hellisheiði, en greiðfært um Reykjanesbraut, Suðurnes og einnig upp í Borgarnes. Á Vestfjörðum er víða hafinn mokstur á vegum, t.d um Klettsháls, Hálfdán, Dynjandis- og Hrafseyrarheiðar, Um Djúp og Steingrímsfjarðarheiði. Þá er einnig verið að hreinsa með Suðausturströndinni. 1.12.2005 07:55
Söfnun hafin fyrir Særúnu Bekkjarfélagar safna fé fyrir Særúnu Sveinsdóttur sem missti fæturna. 1.12.2005 07:45
Tryggir sér búlgarska Símann Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur tryggt sér yfirráð yfir búlgarska símafélaginu BTC sem er skráð í kauphöllinni í Búlgaríu. Félag í eigu Björgólfs gekk í gær frá kaupum á félagi sem átti 65 prósent í BTC. 1.12.2005 07:30
Kennsla í listdansi einkavædd Kennsla í listdansi verður einkavædd í haust ef áætlanir menntamálaráðuneytisins ganga eftir. Viljayfirlýsing á milli Menntaskólans í Hamrahlíð og forsvarsmanna nýs listdansskóla um greiðslu fyrir danskennslu verður undirrituð í dag. 1.12.2005 07:30
Lögregla kölluð átta sinnum út vegna búðahnupls Lögreglan í Reykjavík var köllluð átta sinnum út til að taka á búðahnupli í gær. Að sögn lögreglu kemur fólk á öllum aldri við sögu og virðist efnahagur ekki heldur skipta máli. 1.12.2005 07:16
Búið að undirrita kjarasamning milli Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar Samningamenn Sjúkraliðafélags Íslands undirrituðu í gærkvöldi nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg, í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Hann er á líkum nótum og sjúkraliðar sömdu um við ríkið. Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna á næstunni. 1.12.2005 07:14
Réðst að vopnuðum þjófi og hélt föstum Innbrotsþjófur barði bíleiganda á bílastæði en var svo yfirbugaður. Vegfarendur voru seinir til aðstoðar. 1.12.2005 07:00
Karlar ræða jafnréttismál Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur boðað til karlaráðstefnu um jafnréttismál milli klukkan níu og tólf í Salnum í Kópavogi í dag. 1.12.2005 07:00
Eitt til tvö banaslys á ári "Kerfið býður ekki upp á það að haldið sé utan um vélsleðaslys því þau eiga sér engan slysaflokk," segir Kjartan Benediktsson, umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu. "Samkvæmt því sem við komumst næst, sem höfum verið að rannsaka þetta, eru þetta svona um eitt til tvö banaslys á ári ef við tökum meðaltalið af síðustu tíu árum. 1.12.2005 06:45
Frjálsar íþróttir á hærra plan Frjálsíþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal var formlega tekin á miðvikudag. Frjálsíþróttahöllin er samtengd Laugardalshöllinni og ljóst er að þar er að finna eina bestu aðstöðu til íþróttaiðkunar hér á landi. 1.12.2005 06:30
Afbrýðisamur barði mann Rúmlega tvítugur Mosfellingur var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að berja mann, sem var nýbyrjaður með fyrrum kærustu árásarmannsins. Fimm mánuðir af refsingunni voru skilorðsbundnir í þrjú ár, en maðurinn þarf að auki að greiða rúmar 360 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. 1.12.2005 06:15
Thelma er kona ársins Thelma Ásdísardóttir var í gærkvöld valin kona ársins í vali tímaritsins Nýs lífs, þegar valið fór fram í fimmtánda sinn. Í bókinni Myndin af pabba, sem Gerður Kristný skrifar, lýsir Thelma áralangri misnotkun af hendi föður hennar. 1.12.2005 06:15
Frumvarp auðveldar breytingar á RÚV Viðskiptaráðherra vill sérstök ákvæði um hlutafélög í eigu ríkisins inn í hlutafélagalög. Slík ákvæði geta breytt stöðu ríkisfyrirtækja og eru líkleg til þess að auðvelda stjórnvöldum að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. 1.12.2005 06:00
Sex Íslendingar smitast á árinu Alnæmissamtökin á Íslandi halda upp á Alþjóðlega alnæmisdaginn í dag en einkunnarorð dagsins að þessu sinni eru hreinskilni og víðsýni. Sex Íslendingar hafa greinst HIV-smitaðir á landinu það sem af er þessu ári en þeim hefur farið fækkandi hin síðari ár sem greinast jákvæðir. Er það öfug þróun við það sem gerist erlendis þar sem lítilsháttar aukning hefur orðið á sama tíma. 1.12.2005 05:45
Valdabrölt á stjórnarheimilinu Í síðustu viku kom í ljós að mikil átök eru á milli stjórnarflokkanna um hver ætti að stjórna Íbúðalánasjóði. Sjóðurinn, sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið, er eina fjármálastofnunin sem framsóknarmenn stjórna. Nú vilja sjálfstæðismenn að sjóðurinn heyri undir fjármálaráðuneytið. 1.12.2005 05:00
Vinna kauplaust og svelta heilu hungri Fimm brasilískir verkamenn gáfu sig fram við Trésmíðafélag Reykjavíkur í gær eftir að hafa unnið kauplaust í tvo mánuði. Magnús Guðmundsson hjá Nýgifs, fyrirtækinu þar sem mennirnir unnu, segist ekki vera þrælahaldari. 1.12.2005 05:00
Björgólfur lætur af störfum Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, mun láta af störfum um áramótin og mun Aðalsteinn Helgason taka við starfi hans. 1.12.2005 05:00
Skoða álver Alcoa í Kanada Tólf fulltrúar á vegum verkefnastjórnar sem heldur utan um staðarvalsrannsóknir vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi héldu til Kanada síðastliðinn þriðjudag. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að skoða álver Alcoa í nágrenni Montreal og ræða við fulltrúa fyrirtækisins um nýtt álver á Íslandi. 1.12.2005 04:45
Þorski er fimmtungur aflans Um 40 prósent af afla fiskiskipa Evrópusambandsins sem fá að veiða karfa í íslenskri lögsögu er þorskur eða ufsi að því er segir á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. 30.11.2005 22:31
Bræðslan ræst eftir langt stopp Bræðslan á Eskifirði var ræst í dag eftir fjögurra mánaða vinnslustöðvun, þegar tvö fiskiskip lönduðu fyrstu kolmunnaförmunum. Ráðamenn Eskju líta björtum augum til komandi vertíðar, ekki síst eftir að fregnir bárust af loðnu í gær. 30.11.2005 22:15
Brasilíumenn krefjast launa Brasilískir verkamenn hafa leitað á náðir Samiðnar til að innheimta tveggja mánaða ógreidd laun hjá fyrirtækinu Nýgifs. Þeir segjast hafa þurft að leita til íslenskra kollega til að brauðfæða sig á tíðum. Eigandi Nýgifs, sem réð þá hingað á grundvelli þjónustusamninga, segir að þetta sé haugalygi. 30.11.2005 21:48
Björgólfur til Icelandic Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur verið ráðinn til Icelandic Group. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar 1. janúar næstkomandi, um leið og hann lætur af störfum hjá Síldarvinnslunni. 30.11.2005 21:06
Búðarhnupl í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík hefur þurft að skipta sér að nokkrum tilfellum búðarhnupls í dag. Jólatíminn er afar vinsæll hjá búðarhnuplurum, en samkvæmt lögreglunni eru slíkir þjófar á öllum aldri og af báðum kynjum. 30.11.2005 20:38
Leikskólinn Reynisholt opnar í Grafarholti Nýr leikskóli sem kennir lífsleikni og jóga opnaði í Grafarholti í dag. Leikskólinn hefur hlotið nafnið Reynisholt. Markmið skólans er að starfsmenn verði meðvitaðir um aðferðir sem beita megi til að draga úr streitu og hraða í umhverfinu og skapa traust og öryggiskennd meðal barna og fullorðinna. 30.11.2005 20:33
Thelma útnefnd kona ársins Thelma Ásdísardóttir, var útnefnd kona ársins af tímaritinu Nýju lífi við hátíðlega athöfn sem fram fór í Iðnó í dag. Þetta er í fimmtánda sinn sem Nýtt líf útnefnir konu ársins á Íslandi. 30.11.2005 19:04
Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan lýsir eftir Guðnýju Heiðu Magnúsdóttur. Guðný er 164 sm á hæð, með axlarsítt svart hár. Hún var klædd í bláar gallabuxur, svartan Metallica-bol og græna hettuúlpu síðast þegar hún sást en hún fór heiman frá sér laust eftir miðnætti í fyrradag. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar vinsamlegast látið lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1000. 30.11.2005 18:31
Dæmdur fyrir að falsa sjúkraskýrslur og læknisvottorð Karlmaður var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í dag um að hafa falsað sjúkraskýrslur, læknisvottorð og reikninga frá erlendum sjúkrahúsum fyrir fjórtán árum. Málið hafði áður fyrnst hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 30.11.2005 16:53
Gengishækkanir éta upp tekjurnar Fjórða til fimmta hver króna sem Hjartavernd hefur fengið í styrki og greiðslur frá útlöndum síðustu ár hefur tapast vegna þess hversu dýr krónan er orðin. Þetta er ástæðan fyrir því að segja þarf upp um það bil helmingi starfsmanna segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir. 30.11.2005 16:47
Moldóvi dæmdur í farbann Hæstiréttur hefur dæmt Moldóva í farbann til 7. desember næst komandi. Maðurinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu 15. nóvember eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hingað frá Færeyjum á fölsuðu grísku vegabréfi. 30.11.2005 16:42
Björgólfur hættir Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, lætur af starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um áramót. Aðalsteinn Helgason hefur verið ráðinn í hans stað en hann er nú framkvæmdastjóri þróunarsviðs Samherja. 30.11.2005 16:30
Fjórfalt dýrara þar sem mestu munar Bankaþjónusta er allt að fjórfalt dýrari í einni bankastofnun en annarri samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna og SFR. Mesti hlutfallslegi munurinn er á veðbókarvottorðum. Þau kosta 400 krónur hjá Íslandsbanka en 1.600 krónur hjá SPRON. 30.11.2005 16:20
Flestir skiluðu auðu Hið fyrsta af þremur samræmdum stúdentsprófum var lagt fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins í morgun en undirtektir nemenda voru dræmar. Tveir af hverjum þremur nemendum sem tóku prófið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi skiluðu auðum prófblöðum. 30.11.2005 16:14
Svör ráðherra ekki fullnægjandi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ekki gefið fullnægjandi svör við því hvort Byggðastofnun haldi áfram starfsemi, segir formaður Frjálslynda flokksins. 30.11.2005 15:10
Reyndu að smygla hálfu tonni kjöts Fjórtán skipverjar á tveimur íslenskum fiskiskipum sem voru að koma frá Færeyjum hafa viðurkennt að eiga rúmlega hálft tonn af fugla-, nauta- og svínakjöti sem lögregla og tollverðir fundu við komu skipanna til Eskifjarðar. 30.11.2005 14:35
Kókaínsmyglari svikinn Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn faldi innvortis 140 grömm af efni sem hann taldi vera kókaín og var gripinn með það í Leifsstöð í nóvember í fyrra við komuna til landsins frá Amsterdam í Hollandi. 30.11.2005 14:00
Íslenskir togarar mæta hörku norsku strandgæslunnar Rússar virðast ætla að komast upp með að hylja nöfn og númer á togurum sínum í Barentshafi, svo að norska strandgæslan beri ekki kennsl á þá, og hún virðist ekkert ætla að aðhafast. Samtímis hóta Noðrmenn íslenskum skipum fullri hörku og íslensk stjórnvöld draga enn á langinn að kæra Norðmenn til Alþjóðadómstólsins fyrir að taka sér einhliða yfirráð á Svalbarðasvæðinu, og hygla einum en hóta öðrum. 30.11.2005 12:30
Stefnt að því að kalla um 20.000 bandaríska hermenn heim frá Írak Bandaríkjastjórn stefnir að því að kalla tuttugu þúsund hermenn heim frá Írak eftir þingkosningar í landinu um miðjan desember. Bush forseti segir að vilji Íraka muni ráða því hvort bandarískum hermönnum í landinu verði fækkað eða fjölgað á næstu mánuðum. 30.11.2005 12:15
Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs íslenskra barna verða afhent í fyrsta sinn á morgun Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs íslenskra barna verða afhent í fyrsta sinn á morgun, 1. desember. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar en það er Kári Stefánsson, forstóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem afhendir verðlaunin. 30.11.2005 11:54
Ráðherra bregðist við vanefndum Öryrkjabandalag Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir að hafa ekki efnt samkomulag sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Garðar Sverrisson þáverandi formaður gerðu í marsmánuði árið 2003. Með samkomulaginu átti að koma til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni og fól það í sér að grunnlífeyrir yngstu öryrkjanna myndi nær tvöfaldast. 30.11.2005 11:00
Síminn gefur eina milljón króna í framkvæmdasjóð BUGL Síminn hefur ákveðið að gefa eina milljón kórna í framkvæmdasjóð til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL. 30.11.2005 10:45
Þrír handteknir vegna fíkniefnamisferlis á Ísafirði Þrír voru handteknir á Ísafirði í morgun vegna vörslu fíkniefna og tækja til neyslu. Efnin, 18 grömm af ætluðum kannabisefnum, fundust eftir að lögreglan stöðvaði bifreið karlmanns og konu sem voru að koma frá Reykjavík. Þriðji aðilinn var handtekinn eftir húsleit í tveimur íbúðum á Bolungarvík. 30.11.2005 10:30
Framkvæmdir við hjúkrunarheimilið á áætlun Framkvæmdir við hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri ganga samkvæmt áætlun. Uppsteypu er nú lokið og er unnið við að loka þaki en áætlað er að byggingin verði útibyrgð fyrir áramót. Í 30.11.2005 10:00
Herinn vill kaupa þjónustu Fulltrúar bandaríska hersins og herspítalans á Keflavíkurflugvelli hafa frá því í sumar margsinnis komið að máli við ráðamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að kynna sér aðstöðu og kanna hvaða heilbrigðisþjónustu mætti kaupa af henni. 30.11.2005 09:00