Innlent

Thelma útnefnd kona ársins

Thelma Ásdísardóttir, var útnefnd kona ársins af tímaritinu Nýju lífi við hátíðlega athöfn sem fram fór í Iðnó í dag. Þetta er í fimmtánda sinn sem Nýtt líf útnefnir konu ársins á Íslandi.

Bók Thelmu Ásdísardóttur sem ber nafnið Myndin af pabba, Saga Thelmu kom út í haust en sagan fjallar um Thelmu og systur hennar fjórar sem urðu fyrir grimmilegu kynferðislegu ofbeldi frá hendi föður þeirra og annarra barnaníðinga um árabil. Thelma þagði lengi um málið en rauf þó þögina eftir að hafa unnið í sínum málum með hjálp Stígamóta. Thelma er maður ársins að mati tímaritsins Nýs lífs og eflaust að mati fjölda annarra og var hún að vonum ánægð með titilinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×