Innlent

Björgólfur til Icelandic

Frá aðalfundi Icelandic Group.
Frá aðalfundi Icelandic Group.

Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur verið ráðinn til Icelandic Group. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar 1. janúar næstkomandi, um leið og hann lætur af störfum hjá Síldarvinnslunni.

Björgólfur mun stýra samskiptum við framleiðendur innanlands og sitja í fjögurra manna framkvæmdastjórn félagsins sem heyrir undir stjórn. Framkvæmdastjórnin tekur til starfa um áramót og ber ábyrgð á daglegum rekstri samstæðunnar. Auk Björgólfs eru í henni Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandic Group, Ellert Vigfússon, framkvæmdastjóri Icelandic USA/ASIA, og Finnbogi A. Baldvinsson, framkvæmdastjóri Icelandic Europe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×