Innlent

Síminn gefur eina milljón króna í framkvæmdasjóð BUGL

Síminn hefur ákveðið að gefa eina milljón kórna í framkvæmdasjóð til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL. Síminn hefur áður gefið um eina milljón króna til styrktar góðu málefni í stað þess að senda út jólakort til fyrirtækja og einstaklinga en í fyrra gaf Síminn Hjálparstarfi kirkjunnar sambærilega upphæð. Gjöf Símans mun einkum renna í byggingasjóð en áætlað er að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga á stækkun húsnæðis dag- og göngudeildar BUGL eftir tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×