Innlent

Karlar ræða jafnréttismál

Árni Magnússon félagsmálaráðherra stendur í dag fyrir karlaráðstefnu í Salnum í Kópavogi.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra stendur í dag fyrir karlaráðstefnu í Salnum í Kópavogi.

Árni Magnússon félags­málaráðherra hefur boðað til karlaráðstefnu um jafnréttismál milli klukkan níu og tólf í Salnum í Kópavogi í dag.

Meðal fjölda fyrirlesara eru Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Bjarni Ármanns­son, forstjóri Íslands­banka, og Þráinn Bertelsson rit­höf­und­ur. Ráðstefnan er eingöngu ætluð körlum, með þeirri undantekningu að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr­um forseti Íslands, ávarpar hana og situr hana sem verndari og heiðurs­gestur. Í tilkynningu ráðu­neytis­ins kemur fram að karl­ar séu hvattir til að sækja ráð­stefn­una og að aðgangur sé ókeypis meðan húsrúm leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×