Innlent

SMS fyrir 1,5 milljarða á ári

Íslenskir farsímanotendur senda árlega 154 milljónir smáskilaboða, svokölluð SMS, sem þýðir að hver farsímanotandi sendir rúmlega 500 smáskilaboð árlega. Hvert og eitt kostar tíu krónur sé um textaskeyti að ræða og því er ljóst að íslensku símafyrirtækin hagnast um einn og hálfan milljarð króna á ári eingöngu vegna þessa.

Og Vodafone hefur reyndar tilkynnt hækkun á gjaldskrá sinni frá og með deginum í dag og verður gjaldið fyrir hvert skeyti eftir það 10,70 krónur. Engar haldbærar tölur eru til um fjölda myndskilaboða sem færst mjög í vöxt með tilkomu farsíma með innbyggðum myndavélum. Öllu dýrara er að senda slík skeyti eða frá tæpum 30 krónum upp í 49 krónur hver mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×