Innlent

Lögregla kölluð átta sinnum út vegna búðahnupls

Lögreglan í Reykjavík var köllluð átta sinnum út til að taka á búðahnupli í gær. Að sögn lögreglu kemur fólk á öllum aldri við sögu og virðist efnahagur ekki heldur skipta máli. Þá vriðist fólk stela öllu á milli himins og jarðar, hvort sem það hefur not fyrir það eða ekki, því lítið er um að nauðþurftum sé stolið. Fyrir utan þetta hafa öryggisverðir afskipti af mörgum og leysa málin án afskipta lögreglu. Að sögn lögreglu er mest um svona þjófnaðarmál í nóvember og desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×