Innlent

Skoða álver Alcoa í Kanada

Húsavík. Ein af þeim forsendum sem sagðar eru liggja til grundvallar staðsetningu álvers á Norðurlandi er samstaða heimamanna og Húsvíkingar vilja ólmir fá álver.
Húsavík. Ein af þeim forsendum sem sagðar eru liggja til grundvallar staðsetningu álvers á Norðurlandi er samstaða heimamanna og Húsvíkingar vilja ólmir fá álver.

Tólf fulltrúar á vegum verkefnastjórnar sem heldur utan um staðarvalsrannsóknir vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi héldu til Kanada síðastliðinn þriðjudag. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að skoða álver Alcoa í nágrenni Montreal og ræða við fulltrúa fyrirtækisins um nýtt álver á Íslandi.

Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, á sæti í íslensku sendinefndinni og segir hann að álverið sem skoðað verði sé af svipaðri stærð og rætt sé um að reisa á Íslandi.

"Þetta er álver með um 200 þúsund tonna ársframleiðslu og samfélagslegar aðstæður á svæðinu eru svipaðar og á Norðurlandi," segir Tryggvi.

Þrír staðir koma til greina varðandi staðsetningu álvers á Norðurlandi, Húsavík, Eyjafjörður og Skagafjörður, og eru fulltrúar frá öllum svæðunum þremur með í ferðinni.

"Verkefnastjórnin mun ljúka sinni vinnu um áramót og ákvörðun um hvort álver verði reist á Norðurlandi, og þá hvar, verður tekin í byrjun nýs árs," segir Tryggvi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×