Innlent

Íslenskir togarar mæta hörku norsku strandgæslunnar

Rússar virðast ætla að komast upp með að hylja nöfn og númer á togurum sínum í Barentshafi, svo að norska strandgæslan beri ekki kennsl á þá, og hún virðist ekkert ætla að aðhafast. Samtímis hóta Noðrmenn íslenskum skipum fullri hörku og íslensk stjórnvöld draga enn á langinn að kæra Norðmenn til Alþjóðadómstólsins fyrir að taka sér einhliða yfirráð á Svalbarðasvæðinu, og hygla einum en hóta öðrum.

Norska Fiskeribladet birtir myndir af rússensku togurunum í gær, og ætlar norska standgæslan að bregðast við með þvi einu að senda fyrirspurnir til Rússalnds um skipin, sem augljóslega eru að veiða úr sameiginlegum kvótum rússa, Norðmanna og þeira þjóða. Í hópnum var meðal annars landhelgisbrjóturinn Elektron, sem norska strandgæslan gerði tilraun til að elta uppi fyrir mnánuði. Að sögn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar alþingismanns má telja full víst að Íslendingar fengju mun meiri veiðiheimildir í Barnetsahfi, ef Norðmenn töpuðu málshöfðun fyrir að taka sér einhliða yfirráðarétt á Svalbarðasvæðinu, og alþjóðastofnun tæki þar við stjórn. Eins og við höfum greint frá hafa íslensk stjórnvöld látið sérfærðinga undirbúa málssóknina, en framkvæmdin virðist láta á sér standa.

Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofuna, að það ætti eftir að taka pólitíska ákvörðun í þessu máli. Málið væri fyrst og fremst í höndum utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×