Innlent

Gengishækkanir éta upp tekjurnar

Fjórða til fimmta hver króna sem Hjartavernd hefur fengið í styrki og greiðslur frá útlöndum síðustu ár hefur tapast vegna þess hversu dýr krónan er orðin. Þetta er ástæðan fyrir því að segja þarf upp um það bil helmingi starfsmanna segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir.

Starfsmönnum Hjartaverndar var tilkynnt um fjöldauppsagnir í morgun. Alls verður 35 af 72 starfsmönnum sagt upp störfum frá og með morgundeginum og stöðugildum fækkar úr 54 í 33. Jólamánuður margra byrjar því á óvissu um hvað taki við.

Vilmundur Guðnason forstöðulæknir segir ástæðuna fyrir uppsögnunum einfalda. Krónan hafi styrkst svo mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum að það jafngildir 20 til 25 prósenta tekjutapi fyrir stofnunina. Tekjur hennar eru í erlendum gjaldmiðlum en útgjöldin í krónum og styrking krónunnar því mikið áfall fyrir Hjartavernd. Vilmundur segir aðeins brugðist við þessu með einum hætti.Hann segir ekki hægt að bíða eftir að ríkið hendi einhverjum heldur verði að rifa seglin, segja upp starfsfólki og hægja á rannsóknum.

Vilmundur segir að það gæti hjálpað hugvitsstofnunum ef stjórnvöld færu sömu leið og Norðmenn sem hafa endurgreitt allt að tuttugu prósent af rannsóknaverkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×