Innlent

Afbrýðisamur barði mann

Rúmlega tvítugur Mosfellingur var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að berja mann, sem var nýbyrjaður með fyrrum kærustu árásarmannsins. Fimm mánuðir af refsingunni voru skilorðsbundnir í þrjú ár, en maðurinn þarf að auki að greiða rúmar 360 þús­und krónur í miskabætur og máls­kostnað.

Árásar­maðurinn kýldi hinn þegar sá kom til dyra á heimili stúlkunnar í febrúar og gekk svo í skrokk á honum. Sá sem fyrir árásinni varð var rúmfastur í fjóra daga eftir árásina og frá vinnu í viku. Dómurinn taldi yfir allan vafa hafið að afbrýðisemi hefði stjórnað för mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×