Innlent

Leikskólinn Reynisholt opnar í Grafarholti

Nýr leikskóli sem kennir lífsleikni og jóga opnaði í Grafarholti í dag. Leikskólinn hefur hlotið nafnið Reynisholt.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri klippti á borða við inngang leikskólans ásamt nokkrum nemendum hans. Þá tilkynnti Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar hvaða tillaga að nafni var hlutskörpust.

Börn í Skólahljómsveit Austurbæjar léku lög og leikskólabörn af nágrannaleikskólanum Geislabaug skemmtu með söng. Markmið skólans er að starfsmenn verði meðvitaðir um aðferðir sem beita megi til að draga úr streitu og hraða í umhverfinu og skapa traust og öryggiskennd meðal barna og fullorðinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×