Innlent

Thelma er kona ársins

Vigdís og Thelma. Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti var fyrsta kona ársins í vali Nýs lífs, en hún afhenti Thelmu Ásdísardóttur blóm við tilnefninguna í gær.
Vigdís og Thelma. Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti var fyrsta kona ársins í vali Nýs lífs, en hún afhenti Thelmu Ásdísardóttur blóm við tilnefninguna í gær.
Thelma Ásdísardóttir var í gærkvöld valin kona ársins í vali tímaritsins Nýs lífs, þegar valið fór fram í fimmtánda sinn. Í bókinni Myndin af pabba, sem Gerður Kristný skrifar, lýsir Thelma áralangri misnotkun af hendi föður hennar.

Gullveig Sæmundsdóttir, rit­stjóri Nýs lífs, sagði margar konur hafa komið til greina og farið hafi fram skoðanakönnun með það fyrir augum að velja eina, þegar Thelma hafi komið fram og ýtt þeim öllum út af borðinu.

"Ég vil þakka þeim manneskjum sem skipta máli í mínu lífi," sagði Thelma og taldi meðal annars upp son sinn, kærasta, systur og móður. Hún kvaðst mjög stolt að hafa orðið fyrir valinu og taldi það í raun sigur fyrir alla þolendur ofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×