Innlent

Frjálsar íþróttir á hærra plan

Gjörbreytt aðstaða. Formaður Frjálsíþróttasambandsins segir nýju höllina boða gjörbyltingu fyrir frjálsíþróttafólk.
Gjörbreytt aðstaða. Formaður Frjálsíþróttasambandsins segir nýju höllina boða gjörbyltingu fyrir frjálsíþróttafólk.

Frjálsíþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal var formlega tekin á miðvikudag. Frjálsíþróttahöllin er samtengd Laugardalshöllinni og ljóst er að þar er að finna eina bestu aðstöðu til íþróttaiðkunar hér á landi.

Auk þess er góð aðstaða í höllinni til sýningarhalds og annarra mannamóta. Frjálsíþróttamenn hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir opnun nýju hallarinnar.

"Það er engum blöðum um það að fletta að þessi höll boðar gjörbyltingu hjá frjálsíþróttafólki og lyftir íþróttagreininni á hærra plan, segir Jónas Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands.

Þráinn Hafsteinsson, formaður Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur, segir nýja húsið fela í sér mikla möguleika. "Það er mikið af ungu og efnilegu frjálsíþróttafólki að koma fram núna þannig að opnun frjálsíþróttahallarinnar kemur á góðum tíma. Svo þurfum við bara að halda vel utan um okkar fólk," segir Þráinn þegar hann er spurður hvort góður árangur frjálsíþróttafólks muni aukast í samræmi við bætta æfingaaðstöðu.

Áætlað er að halda stórmót í höllinni um miðjan janúar búist er við að erlent frjálsíþróttafólk verði á meðal þátttakenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×