Innlent

Þrír handteknir vegna fíkniefnamisferlis á Ísafirði

MYND/Vísir

Þrír voru handteknir á Ísafirði í morgun vegna vörslu fíkniefna og tækja til neyslu. Efnin, 18 grömm af ætluðum kannabisefnum, fundust eftir að lögreglan stöðvaði bifreið karlmanns og konu sem voru að koma frá Reykjavík. Annar aðilinn játaði að hafa kastað efnunum frá sér en þau fundust með aðstoð fíkniefnahunds. Í framhaldi af handtökunni gerði lögreglan húsleit í tveimur íbúðum í Bolungarvík og var þriðji aðilinn handtekinn þar. Í húsleitunum fundust áhöld sem virðast hafa verið notuð til fíkniefnaneyslu. Málið telst upplýst og hefur öllum aðilum verið sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×