Frumvarp auðveldar breytingar á RÚV 1. desember 2005 06:00 Ráðherra kynnir drög að frumvarpi. Samkvæmt drögunum verða ríkishlutafélög líkari hlutafélögum á almennum markaði. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag drög að frumvarpi til breytinga á lögum um hlutafélög. Ekki er ljóst hver áhrif lagabreytinganna yrðu á félög á borð við Íslandspóst sem er að öllu leyti í eigu ríkisins. Nái breytingin fram að ganga er talið að það geti flýtt fyrir því að Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag. Lagt er til að tekin verði upp í lög sérákvæði varðandi hlutafélög sem eru að fullu í eigu hins opinbera. Meðal annars er að finna skilgreiningu á opinberu hlutafélagi, ákvæði um stjórnarsetu og skýrslugerð stjórnarmanna um eign þeirra í félögum. Jafnframt eru ákvæði um upplýsingaskyldu og sambærilega stöðu hlutafélaga í opinberri eigu og annarra félaga sem skráð eru á verðbréfamarkaði. Sérstök lagaákvæði hafa verið sett sem snerta hlutafélög í eigu ríkisins og fela í sér undanþágur frá almennum leikreglum hlutafélagalaga. Þannig hefur iðnaðarráðherra á undanförnum árum fengið heimildir til að stofna hlutafélög í eigu ríkisins. Nefna má lög um hlutafélagavæðingu Sementsverksmiðjunnar og stofnun Landnets hf. sem annast raforkuflutninga um landið. Fyrirmynd að breytingunum er sótt meðal annars til nágrannalandanna. Í danskri og norskri hlutafélagalöggjöf er að finna sérákvæði sem einvörðungu ná til opinberra hlutafélaga. Þessi sérákvæði varða ýmsar tilkynningar, upplýsingagjöf, aðgang fjölmiðla að aðalfundi og fleira. Í dönskum lögum um ársreikninga er jafnframt að finna nokkur dreifð ákvæði um opinber hlutafélög, meðal annars um efni ársreikninga og afhendingu ársskýrslu til fréttamanna. Sérákvæði eru í norskri hlutafélagalöggjöf um hlut kvenna í stjórnum félaganna. Innlent Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag drög að frumvarpi til breytinga á lögum um hlutafélög. Ekki er ljóst hver áhrif lagabreytinganna yrðu á félög á borð við Íslandspóst sem er að öllu leyti í eigu ríkisins. Nái breytingin fram að ganga er talið að það geti flýtt fyrir því að Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag. Lagt er til að tekin verði upp í lög sérákvæði varðandi hlutafélög sem eru að fullu í eigu hins opinbera. Meðal annars er að finna skilgreiningu á opinberu hlutafélagi, ákvæði um stjórnarsetu og skýrslugerð stjórnarmanna um eign þeirra í félögum. Jafnframt eru ákvæði um upplýsingaskyldu og sambærilega stöðu hlutafélaga í opinberri eigu og annarra félaga sem skráð eru á verðbréfamarkaði. Sérstök lagaákvæði hafa verið sett sem snerta hlutafélög í eigu ríkisins og fela í sér undanþágur frá almennum leikreglum hlutafélagalaga. Þannig hefur iðnaðarráðherra á undanförnum árum fengið heimildir til að stofna hlutafélög í eigu ríkisins. Nefna má lög um hlutafélagavæðingu Sementsverksmiðjunnar og stofnun Landnets hf. sem annast raforkuflutninga um landið. Fyrirmynd að breytingunum er sótt meðal annars til nágrannalandanna. Í danskri og norskri hlutafélagalöggjöf er að finna sérákvæði sem einvörðungu ná til opinberra hlutafélaga. Þessi sérákvæði varða ýmsar tilkynningar, upplýsingagjöf, aðgang fjölmiðla að aðalfundi og fleira. Í dönskum lögum um ársreikninga er jafnframt að finna nokkur dreifð ákvæði um opinber hlutafélög, meðal annars um efni ársreikninga og afhendingu ársskýrslu til fréttamanna. Sérákvæði eru í norskri hlutafélagalöggjöf um hlut kvenna í stjórnum félaganna.
Innlent Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira