Innlent

Kókaínsmyglari svikinn

Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimm mánaða fang­elsi fyrir fíkni­efna­smygl í Héraðs­dómi Reykjaness í gær. Maðurinn faldi innvortis 140 grömm af efni sem hann taldi vera kókaín og var gripinn með það í Leifsstöð í nóvember í fyrra við komuna til landsins frá Amsterdam í Hollandi.

Maðurinn játaði innflutninginn greið­lega, en við greiningu efnanna kom í ljós að einungis 60 grömm voru kókaín en 80 grömm reyndust vera stað­deyfilyf. Var hann því svikinn af seljendum efnisins ytra. Málið sótti, fyrir hönd sýslu­manns­ins á Keflavíkurflugvelli, Eyjólf­ur Ágúst Kristjáns­son, en málið dæmdi Guðmundur L. Jóhannes­son héraðsdómari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×