Innlent

Ráðherra bregðist við vanefndum

Jón Kristjánsson
Jón Kristjánsson

Öryrkjabandalag Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir að hafa ekki efnt samkomulag sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Garðar Sverrisson þáverandi formaður gerðu í marsmánuði árið 2003. Með samkomulaginu átti að koma til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni og fól það í sér að grunnlífeyrir yngstu öryrkjanna myndi nær tvöfaldast.

Áttu þessar breytingar að taka gildi 1. janúar 2004. Þess er krafist að ráðherra bregðist við þessum vanefndum og leggi frumvarp fyrir Alþingi innan 15 starfsdaga frá því að dómur fellur þar sem umsamdar breytingar eru settar í lög. Þess er einnig krafist að milljón krónu dagsektir verði lagðar á ef frumvarpið hefur ekki verið lagt fyrir þingið innan þess tímaramma. Fallist dómurinn ekki á það krefst Öryrkjabandalagið þess að öryrkjum verði greitt það sem á vantar svo samkomulagið sé efnt í skaðabætur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×