Fleiri fréttir

Fundað á Austurvelli

Hópur fólks kom saman klukkan 15 á Austurvelli í dag. Tilefni fundarins er að hvetja alþingismenn til þess að tefja ekki að óþörfu að ný stjórnarskrá verði að veruleika.

Aðeins Íslendingar fá að eiga fasteign

Í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um eignarétt og afnotarétt fasteigna á Íslandi felst að aðeins Íslendingar geta eignast fasteignir hér á landi.

Hafnfirðingar lána Reykvíkingum salt

Snjóhreinsun hefur gengið vel í Reykjavík bæði á götum og gönguleiðum í dag. Þá sjá Hafnfirðingar Reykvíkingum fyrir salti þar sem saltbirgðir borgarinnar eru á þrotum.

Stjórnlagafrumvarpið afgreitt

Sex af níu fulltrúum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis greiddu atkvæði með því að stjórnlagafrumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni.

Atvinnuleysi í Saab-bænum 16%

Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í Svíþjóð í heimabæ Saab, Trollhättan, ríkir þar nokkur bjartsýni. Ástæða þess er sú að hjólin fara aftur að snúast í verksmiðju Saab í ágúst. Í fyrstu verða smíðaðir þar venjulegir Saab 9-3 bílar með dísilvél en seinna meir verða þeir knúnir rafmagni. Í verksmiðjunni hefur ekki verið nein starfssemi í næstum tvö ár. Fjöldi starfsmanna í verksmiðjunni fyrir lokun var 3.400, sem samsvarar 7% af íbúum Trollhättan. Nýr eigandi Saab er kínverskur fjárfestingasjóður sem er mjög einarður í því að útvega kínverjum rafmagnsbíla. Fyrst skal þó búa til fjármagn með framleiðslu og sölu hefðbundinna Saab bíla og markmiðið að selja 120.000 bíla árið 2016. Yrði það nálægt sölumeti Saab frá árinu 2006 er það seldi 133.000 bíla. Margir eru efins um að þessar áætlanir gangi eftir. Það gæti þó að miklu leiti hangið á áætlunum kínverskra yfirvalda að setja upp 400.000 hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í 20 þarlendum borgum til og með árinu 2015. Draumur kínverskra yfirvalda er að árið 2015 muni seljast 500.000 rafmagnsbílar, en salan nam 12.791 bíl í fyrra. Það er því langt í land. Eigandi Saab ætlar að byggja aðra Saab verksmiðju í kínversku borginni Qingdao og hafa borgaryfirvöld þar fjárfest í Saab fyrir 307 milljónir dollara og fengið fyrir vikið 22% eignarhald í Saab.

Saka nágranna sinn um nauðgun á tólf ára stúlku

Maður á áttræðisaldri er sakaður um að hafa nauðgað 12 ára stúlku í nafnlausum fjöldapósti sem dreift hefur verið í Kópavogi. Maðurinn hefur kært málið til lögreglu en nauðgunin á að hafa átt sér staða fyrir mörgum áratugum.

Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum

Áform voru uppi um að reisa kjarnorkuver í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld. General Electric gerði Rafmagnsveitum ríkisins tilboð í kjarnorkuver árið 1958.

Úlfi spáð góðu gengi

Vefmiðillinn Flavorwire segir Úlf Hansson einn þeirra tónlistamanna sem vert sé að fylgjast með og sjá á tónleikum árið 2013.

Skákdagurinn haldinn hátíðlegur

Skákdagurinn til heiðurs stórmeistaranum Friðriki Ólafssyni er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Fjölmörg skákmót, fjöltefli og skákheimsóknir verði af því tilefni í dag.

Nýir dómarar skipaðir

Innanríkisráðherra hefur skipað í embætti tvo nýja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. febrúar, þær Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, settan héraðsdómara, og Ragnheiði Snorradóttur, héraðsdómslögmann.

Fullur og skóf ekki af bílnum

Ökumaður bifreiðar var stöðvaður í Garðabæ klukkan fjögur í nótt en sá reyndist ekki hafa hreinsað snjó nægilega vel af rúðum bifreiðar sinnar. Við nánari skoðun reyndist hann einnig vera ölvaður og var tekin skýrsla af honum í kjölfarið.

Kviknaði í þurrkara

Eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi á 5. hæð í fjölbýlishúsi að Asparfelli 12 í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöld.

21 knattspyrnuáhorfandi dæmdur til dauða

Dómstólar kváðu í gær upp dauðadóm yfir 21 knattspyrnuáhorfanda í Port Said í Egyptalandi. Óeirðir brutust út að loknum knattspyrnuleik í borginni í febrúar á síðasta ári þar sem 74 létu lífið.

Heimsmet í reykspólun

Þessi hálffáránlegi atburður hefur verið skráður í Guiness heimsmetabókin sem fjölmennasta samhliða reykspólið. Þar þöndu 69 ökumenn hestöflin í bílum sínum svo af hlaust verra skyggni en á gamlárskvöld á Íslandi í skotgleðinni miðri. Á þetta horfðu 10.000 manns á bílasýningu í Canberra í Ástralíu og höfðu örugglega gaman af. Voru þarna að verki 35.000 hestöfl sem breyttu gúmmíi í þéttan reyk í allskonar lit, enda sumir með sérstaka litaglaða hjólbarða til verksins. Það tók 6 mánuði að skipuleggja atburðinn en ekki ekki nema 30 sekúndur að framkvæma hann.

Segir blaðið ótengt Framsókn

Nýtt blað undir merkjum Tímans mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 31. janúar næstkomandi. Þetta staðfestir Helgi Þorsteinsson, sem hefur veg og vanda af útgáfunni og mun ritstýra blaðinu, að minnsta kosti fyrst um sinn.

Á að móta áætlun um aukna hagsæld

Myndaður hefur verið samráðsvettvangur sem á að móta langtímaáætlun um verkefni sem eiga að tryggja hagsæld á Íslandi. Allir formenn stjórnmálaflokka, aðilar vinnumarkaðarins, háskólasamfélagið og stjórnsýslan eiga sæti við borðið.

15 milljarðar í lottóvinning

Íslendingar geta nú tekið þátt í lottóleiknum EuroJackpot þar sem lágmarksupphæð fyrsta vinnings er 10 milljónir evra eða 1,7 milljarðar króna.

Rússar hreinsa til í Norður-Íshafinu

Nokkrir rússneskir kjarnorkukafbátar og verulegt magn af rússneskum kjarnorkuúrgangi er enn á hafsbotni í Norður-Íshafinu. Rússar eru farnir að taka þennan vanda alvarlega og hyggjast hreinsa þetta hafsvæði eftir því sem unnt reynist.

Ákærður hagstofustjóri neitar að víkja

Gríski hagstofustjórinn, Andreas Georgiou, sætir nú miklum þrýstingi frá undirmönnum sínum um að segja af sér. Hann verst ákæru fyrir að falsa tölfræðiupplýsingar um efnahag landsins og það þykir rýra traust stofnunarinnar. Hann neitar hins vegar að víkja.

Fjöldi manns mótmælir í Kaíró

Á annað hundrað manns særðust í átökum í Kaíró í gær. Átökin tengdust mótmælum sem stjórnarandstæðingar efndu til í tilefni þess að tvö ár voru liðin frá því uppreisnin gegn Hosni Mubarak hófst.

Icesave-niðurstaða ekki meitluð í stein

Þótt Ísland tapi Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum á mánudag er alls óljóst hvaða áhrif það muni hafa. Óþekkt að ríki fari í skaðabótamál við önnur ríki. Vaxtakostnaður áætlaður 35 til 100 milljarðar króna. Sækja þyrfti bætur á Íslandi.

Eldur í Asparfelli

Eldur kom upp í þvottahúsi á 5. hæð í fjölbýlishúsi að Asparfelli 12 í Breiðholti á ellefta tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var búið að slökkva eldinn þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Nú er unnið að reykræstun og hugsanlega verður einn fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun, að sögn varðstjóra.

Ögmundur sér eftir Hjörleifi

"Það er eftirsjá af þessum mikla baráttumanni,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á flokksráðsfundi VG sem stendur nú yfir á Grand Hóteli í Reykjavík. Hjörleifur Guttormsson, einn af stofnendum flokksins, tilkynnti félögum sínum í kvöld að hann hefði nú yfirgefið flokkinn.

Obama skipar nýjan starfsmannastjóra í Hvíta húsið

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað Denis McDonough, aðstoðar þjóðaröryggisráðgjafa, sem starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann tekur við af Jack Lew sem verður fjármálaráðherra Bandaríkjanna. McDonough og Obama hafa unnið saman síðan Obama var þingmaður í öldungardeildinni.

Hjörleifur Guttormsson yfirgefur VG

"Ég kveð Vinstri hreyfinguna grænt framboð hér og nú með blendum tilfinningum, og þakka um leið mörgum ykkar fyrir ánægjulega samfylgd,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og félagsmaður VG frá stofnun, á flokksráðsfundi VG sem stendur nú yfir á Grand Hóteli í Reykjavík.

Um 20% mannkyns smituðust af svínaflensu

Um 20% mannskyns, þar af helmingur skólabörn, smitaðist af svínaflenskuj fyrsta árið sem hún reið yfir heimsbyggðina árið 2009. Þetta sýna gögn frá 19 ríkjum sem fréttastofa BBC vísar til. Talið er að veiran hafi drepið 200 þúsund manns víðsvegar um heiminn. Rannsóknin var gerð á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var fjöldi fólks sem fékk nokkur einkenni án þess þó að fá þau öll.

Skaut fast á fyrrum félaga

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að ef þeir sem yfirgefið hafa þingflokkinn hefðu náð að sprengja ríkisstjórnina, hefðu stór mál eins og rammaáætlun í umhverfismálum ekki náð fram að ganga. Hann segir að fara eigi í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Það hefði átt að kalla á lögreglu strax

"Þetta er það alvarlegt slys að það hefði átt að kalla til lögreglu strax," segir Herdís Storgaard verkefnastjóri slysavarna barna og unglinga, um slys sem varð á leikskóla í Reykjavík á þriðjudag þar sem sem þriggja ára stúlka höfuðkúpubrotnaði.

Tromsö eins og að flytja heim á Ísafjörð

Ráðning Íslendings sem framkvæmdastjóra skrifstofu Norðurskautsráðsins er viðurkenning fyrir framlag Íslands til Norðurslóða, segir Magnús Jóhannesson, sem tók við starfinu í vikunni. Íslendingar buðu fram Reykjavík undir höfuðstöðvarnar en Tromsö hafði betur. Þjóðfánar þeirra átta ríkja sem mynda Norðurskautsráðsráðið voru leiddir fram við athöfn sem markaði stofnun fastaskrifstofu ráðsins.

Gunna Dís spennt fyrir kvöldinu

"Það eru búnar að vera æfingar í allan dag og allt búið að ganga eins og í sögu,“ segir Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, sem mun kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld ásamt Þórhalli Gunnarssyni.

"Hún er virkilega hrædd"

Faðir sjö ára stúlku sem var rænt og káfað á henni, er ósáttur við að maðurinn sé ekki í varðhaldi. Hann segir dóttur sína hrædda við manninn, sem býr í næstu götu við þau.

Óvissa með framboð þjóðernissinna

"Það er algjörlega óvíst með framboð til alþingiskosninga þó listabókstaf sé úthlutað," segir Einar Gunnar Birgisson, meðlimur Bjartsýnisflokksins, framboðs hófsamra þjóðernissinna.

Fjögur brot gegn börnum kærð til lögreglu

Þrjú af þeim fimm kynferðisbrotamálum sem lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar voru kærð eftir áramót. Af þessum fimm málum sem eru til rannsóknar snúast fjögur um brot gegn börnum. Fimmta rannsóknin snýr að broti þar sem samkynhneigður karlmaður er grunaður um að hafa brotið gegn sambýlismanni sínum.

Toyota og BMW smíða saman rafmagnssportbíl

Fyrirtækin tvö hafa nú bundist fastari böndum og hyggjast vinna saman að smíði sportbíls sem knúinn verður rafmagni. Í samningi þeirra á milli kveður á um samvinnu í þróun rafhlaða fyrir rafmagnsbíla sem unnið verður að til ársins 2020, þróun næstu kynslóðar vetnisbíla, samvinnu í smíði léttra undirvagna og smíði þessa rafmagnssportbíls. Samningnum fylgir ekki krosseignarhald á milli þessara stóru bílaframleiðanda. Fyrst fréttist af þessu samstarfi BMW og Toyota í desember 2011 en nú virðist samstarfið ætla að verða nokkuð víðtækt. Toyota og BMW hafa einnig bundist með kaupum Toyota á BMW dísilvélum. Munu 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar frá BMW sjást í bílum Toyota á næsta ári. Samstarf fyrirtækjanna tveggja tekur einnig til fyrstu rafmagnsbíla BMW sem þýski framleiðandinn ætlar að kynna til leiks síðar á þessu ári í formi i3 borgarbílsins og ári seinna með i8 tvinnbílnum.

Sjá næstu 50 fréttir