Innlent

Yfir 100 sjúkraflutningar í nótt

Tilkynnt var um kaldavatnsleka í íbúðarhúsi að Hraunbraut í Kópavogi um klukkan ellefu í gærkvöld. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu flæddi vatn um stofugólf og var vatnshæðin um einn cm. Húsráðendur voru búnir að skrúfa fyrir lekann þegar slökkviliðsmenn mættu á vettvang og var vatnið hreinsað með vatnssugu.

Nóg var að gera hjá sjúkraflutningamönnum í nótt og eru skráðir yfir 100 sjúkraflutningar hjá varðstjóra, sem eru nokkuð mikið miðað við það sem gengur og gerist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×