Innlent

Kviknaði í þurrkara

Eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi á 5. hæð í fjölbýlishúsi að Asparfelli 12 í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var búið að slökkva eldinn þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang en tveir íbúar voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Unnið var að reykræstingu fram eftir kvöldi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×