Innlent

Ögmundur sér eftir Hjörleifi

Boði Logason á Grand Hóteli skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
„Það er eftirsjá af þessum mikla baráttumanni," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á flokksráðsfundi VG sem stendur nú yfir á Grand Hóteli í Reykjavík. Hjörleifur Guttormsson, einn af stofnendum flokksins, tilkynnti félögum sínum í kvöld að hann hefði nú yfirgefið flokkinn.

Ögmundur þakkaði honum fyrir vel unnin störf og sagðist meðal annars sakna vinar síns. Í ræðu sinni tók Ögmundur undir orð formannsins Steingríms J. Sigfússonar á fundinum fyrr í dag, um að í lok kjörtímabilsins eða í upphafi þess næsta væri komið að kaflaskilum í ESB – það þýddi að þjóðin yrði spurð um framhaldið.

Þegar Ögmundur hafði lokið ræðu sinni, tóku fjórir piltar á aftasta bekk sig til, og hrópuðu „Ömmi, Ömmi, Ömmi," honum til stuðnings. Stemmingin hér á fundinum er nokkuð góð, félagsmenn hafa verið duglegir að koma upp í pontu og þakka félögum fyrir gott samstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×