Innlent

Það hefði átt að kalla á lögreglu strax

Herdís Stoorgaard
Herdís Stoorgaard
„Þetta er það alvarlegt slys að það hefði átt að kalla til lögreglu strax," segir Herdís Storgaard verkefnastjóri slysavarna barna og unglinga, um slys sem varð á leikskóla í Reykjavík á þriðjudag þar sem sem þriggja ára stúlka höfuðkúpubrotnaði.

Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi fræðslusviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að slysið hafi ekki verið þess eðlis að kalla þyrfti að lögreglu.

Þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fóru yfir málið með Herdísi í dag og þar kom meðal annars fram að í lögum stendur skýrum stöfum að kalla hafi átt á lögreglu. Í 52. grein laga um meðferð sakamála segir orðrétt: „...ennfremur ennfremur skal lögregla rannsaka mannslát, mannshvörf, eldsvoða slys og aðrar ófarir þótt ekki liggi fyrir grunur um refsiverða háttsemi."

Herdís segir að kalla hafi átt á lögreglu „því börn hafa ekki tekið út fullan þroska. Það geta komið alvarlegir hlutir í ljós síðar, þó ég voni það svo sannarlega að gerist ekki í þessu tilfelli. Þessi mál þurfa að vera opin það, þarf að rannsaka svona þó það leiði ekki til saka," sagði Herdís í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×