Innlent

15 milljarðar í lottóvinning

Stefán Konráðsson
Hættulaus leikur, undirstrikar framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.
Stefán Konráðsson Hættulaus leikur, undirstrikar framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.
Íslendingar geta nú tekið þátt í lottóleiknum EuroJackpot þar sem lágmarksupphæð fyrsta vinnings er 10 milljónir evra eða 1,7 milljarðar króna.

„Fyrsti vinningur getur mest orðið 90 milljón evrur eða um 15 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Röðin kostar 320 krónur og dregið er á föstudögum. EuroJackpot hófst í mars 2012 og er spilaður í þrettán öðrum Evrópulöndum.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×