Innlent

Frábært skíðaveður á Akureyri en lokað í Bláfjöllum og Skálafelli

Aðstæður í Hlíðafjalli eru með besta móti.
Aðstæður í Hlíðafjalli eru með besta móti.
Skíðaáhugafólk norðan heiða og á höfuðborgarsvæðinu á ólíku saman að jafna í dag. Í tilkynningu frá Hlíðarfjalli á Akureyri segir að aðstæður séu gríðarlega flottar í fjallinu. Þá er opið á Dalvík og einnig í Oddsskarði, skíðamiðstöð Austurlands, þar sem aðstæður eru fínar. Lokað verður í Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag en töluverður skafrenningur er á báðum stöðum og slæm færð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×