Innlent

Ráðist á mann í Hafnarstræti í nótt

Ráðist var á mann í Hafnarstræti í Reykjavík um klukkan hálf fjögur í nótt. Ofbeldismaðurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang en sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Óljóst er hversu alvarlegir áverkar hans eru.

Þá var maður handtekinn í Garðabæ rétt fyrir klukkan þrjú í nótt en sá var staðinn að verki við þjófnað á bensíni frá vinnubílum. Og klukkan rúmlega níu í gærkvöldi urðu lögreglumenn vitni að sölu fíkniefna úr bifreið í austurbæ Reykjavíkur. Rætt var við seljandann og kaupandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×