Íslendingar hvattir til að njóta listar löglega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. janúar 2013 16:32 Íslendingar horfðu á um níu milljónir kvikmynda og sjónvarpsþátta án þess að greiða fyrir þá árið 2011. Mynd/Getty Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. Á vefsíðunni Tónlist og myndir er að finna myndbönd þar sem þjóðþekktir listamenn hvetja fólk til þess að nálgast menningarafurðir með löglegum hætti, og meðal þeirra sem bregður fyrir í myndböndunum er leikarinn Ólafur Darri, söngvarinn Jón Jónsson og tónskáldið Ólafur Arnalds. Á síðunni er meðal annars sagt frá vinsælli íslenskri hljómsveit sem seldi 880 eintök af plötu sinni á meðan henni var niðurhalað 5000 sinnum af netinu án þess að sveitin fengi greitt fyrir. Guðrún Björk Bjarnadóttir, formaður STEF (Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar), segir að þrátt fyrir að íslenskt efni sé oftast bannað á innlendum skráarskiptisíðum sé nóg af því að finna á þeim erlendu. Átakið tali beint til neytenda og yfirskrift þess sé: „Metum listina að verðleikum, njótum hennar löglega." „Við erum til dæmis með Tónlist.is þar sem hægt er að velja um níu milljónir laga. Þú getur streymt eins miklu og þú vilt fyrir um 1700 krónur á mánuði," segir Guðrún, og bætir því við að sú upphæð sé svipuð mánaðaráskrift erlendu síðunnar Spotify.com. „Auðvitað bætist það við að framboðið á efni hér á landi, sérstaklega á kvikmyndum og þáttum, hefur ekki verið nægilega gott. Hins vegar má það ekki gleymast að þó efni sé ekki í boði löglega, þá gefur það þér ekki rétt til þess að taka það." Guðrún talar einnig um niðurhal á erlendu efni, en könnun á vegum Capacent frá árinu 2011 leiddi í ljós að árið 2011 keyptu Íslendingar og leigðu tæplega þrjár milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda, en á sama tíma horfðu þeir á um níu milljónir mynda og þátta án þess að greiða fyrir efnið. „Glænýjir erlendir þættir eru oftast komnir inn á svona síður mjög fljótt. Meira að segja löngu áður en farið að selja þá löglega á erlendum síðum," segir Guðrún, og á síðu átaksins er vísað í erlendar kannanir sem sýna fram á samdrátt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. „Það að eitthvað sé ekki í boði í verslun gefur þér ekki rétt til að taka það ófrjálsri hendi annars staðar. Mér finnst það mjög léleg afsökun. Það eru ekki mannréttindi að fá að horfa á nýjasta Homeland-þáttinn sama dag og hann er frumsýndur í Bandaríkjunum." Tengdar fréttir Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira
Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. Á vefsíðunni Tónlist og myndir er að finna myndbönd þar sem þjóðþekktir listamenn hvetja fólk til þess að nálgast menningarafurðir með löglegum hætti, og meðal þeirra sem bregður fyrir í myndböndunum er leikarinn Ólafur Darri, söngvarinn Jón Jónsson og tónskáldið Ólafur Arnalds. Á síðunni er meðal annars sagt frá vinsælli íslenskri hljómsveit sem seldi 880 eintök af plötu sinni á meðan henni var niðurhalað 5000 sinnum af netinu án þess að sveitin fengi greitt fyrir. Guðrún Björk Bjarnadóttir, formaður STEF (Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar), segir að þrátt fyrir að íslenskt efni sé oftast bannað á innlendum skráarskiptisíðum sé nóg af því að finna á þeim erlendu. Átakið tali beint til neytenda og yfirskrift þess sé: „Metum listina að verðleikum, njótum hennar löglega." „Við erum til dæmis með Tónlist.is þar sem hægt er að velja um níu milljónir laga. Þú getur streymt eins miklu og þú vilt fyrir um 1700 krónur á mánuði," segir Guðrún, og bætir því við að sú upphæð sé svipuð mánaðaráskrift erlendu síðunnar Spotify.com. „Auðvitað bætist það við að framboðið á efni hér á landi, sérstaklega á kvikmyndum og þáttum, hefur ekki verið nægilega gott. Hins vegar má það ekki gleymast að þó efni sé ekki í boði löglega, þá gefur það þér ekki rétt til þess að taka það." Guðrún talar einnig um niðurhal á erlendu efni, en könnun á vegum Capacent frá árinu 2011 leiddi í ljós að árið 2011 keyptu Íslendingar og leigðu tæplega þrjár milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda, en á sama tíma horfðu þeir á um níu milljónir mynda og þátta án þess að greiða fyrir efnið. „Glænýjir erlendir þættir eru oftast komnir inn á svona síður mjög fljótt. Meira að segja löngu áður en farið að selja þá löglega á erlendum síðum," segir Guðrún, og á síðu átaksins er vísað í erlendar kannanir sem sýna fram á samdrátt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. „Það að eitthvað sé ekki í boði í verslun gefur þér ekki rétt til að taka það ófrjálsri hendi annars staðar. Mér finnst það mjög léleg afsökun. Það eru ekki mannréttindi að fá að horfa á nýjasta Homeland-þáttinn sama dag og hann er frumsýndur í Bandaríkjunum."
Tengdar fréttir Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira
Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00