Íslendingar hvattir til að njóta listar löglega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. janúar 2013 16:32 Íslendingar horfðu á um níu milljónir kvikmynda og sjónvarpsþátta án þess að greiða fyrir þá árið 2011. Mynd/Getty Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. Á vefsíðunni Tónlist og myndir er að finna myndbönd þar sem þjóðþekktir listamenn hvetja fólk til þess að nálgast menningarafurðir með löglegum hætti, og meðal þeirra sem bregður fyrir í myndböndunum er leikarinn Ólafur Darri, söngvarinn Jón Jónsson og tónskáldið Ólafur Arnalds. Á síðunni er meðal annars sagt frá vinsælli íslenskri hljómsveit sem seldi 880 eintök af plötu sinni á meðan henni var niðurhalað 5000 sinnum af netinu án þess að sveitin fengi greitt fyrir. Guðrún Björk Bjarnadóttir, formaður STEF (Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar), segir að þrátt fyrir að íslenskt efni sé oftast bannað á innlendum skráarskiptisíðum sé nóg af því að finna á þeim erlendu. Átakið tali beint til neytenda og yfirskrift þess sé: „Metum listina að verðleikum, njótum hennar löglega." „Við erum til dæmis með Tónlist.is þar sem hægt er að velja um níu milljónir laga. Þú getur streymt eins miklu og þú vilt fyrir um 1700 krónur á mánuði," segir Guðrún, og bætir því við að sú upphæð sé svipuð mánaðaráskrift erlendu síðunnar Spotify.com. „Auðvitað bætist það við að framboðið á efni hér á landi, sérstaklega á kvikmyndum og þáttum, hefur ekki verið nægilega gott. Hins vegar má það ekki gleymast að þó efni sé ekki í boði löglega, þá gefur það þér ekki rétt til þess að taka það." Guðrún talar einnig um niðurhal á erlendu efni, en könnun á vegum Capacent frá árinu 2011 leiddi í ljós að árið 2011 keyptu Íslendingar og leigðu tæplega þrjár milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda, en á sama tíma horfðu þeir á um níu milljónir mynda og þátta án þess að greiða fyrir efnið. „Glænýjir erlendir þættir eru oftast komnir inn á svona síður mjög fljótt. Meira að segja löngu áður en farið að selja þá löglega á erlendum síðum," segir Guðrún, og á síðu átaksins er vísað í erlendar kannanir sem sýna fram á samdrátt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. „Það að eitthvað sé ekki í boði í verslun gefur þér ekki rétt til að taka það ófrjálsri hendi annars staðar. Mér finnst það mjög léleg afsökun. Það eru ekki mannréttindi að fá að horfa á nýjasta Homeland-þáttinn sama dag og hann er frumsýndur í Bandaríkjunum." Tengdar fréttir Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. Á vefsíðunni Tónlist og myndir er að finna myndbönd þar sem þjóðþekktir listamenn hvetja fólk til þess að nálgast menningarafurðir með löglegum hætti, og meðal þeirra sem bregður fyrir í myndböndunum er leikarinn Ólafur Darri, söngvarinn Jón Jónsson og tónskáldið Ólafur Arnalds. Á síðunni er meðal annars sagt frá vinsælli íslenskri hljómsveit sem seldi 880 eintök af plötu sinni á meðan henni var niðurhalað 5000 sinnum af netinu án þess að sveitin fengi greitt fyrir. Guðrún Björk Bjarnadóttir, formaður STEF (Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar), segir að þrátt fyrir að íslenskt efni sé oftast bannað á innlendum skráarskiptisíðum sé nóg af því að finna á þeim erlendu. Átakið tali beint til neytenda og yfirskrift þess sé: „Metum listina að verðleikum, njótum hennar löglega." „Við erum til dæmis með Tónlist.is þar sem hægt er að velja um níu milljónir laga. Þú getur streymt eins miklu og þú vilt fyrir um 1700 krónur á mánuði," segir Guðrún, og bætir því við að sú upphæð sé svipuð mánaðaráskrift erlendu síðunnar Spotify.com. „Auðvitað bætist það við að framboðið á efni hér á landi, sérstaklega á kvikmyndum og þáttum, hefur ekki verið nægilega gott. Hins vegar má það ekki gleymast að þó efni sé ekki í boði löglega, þá gefur það þér ekki rétt til þess að taka það." Guðrún talar einnig um niðurhal á erlendu efni, en könnun á vegum Capacent frá árinu 2011 leiddi í ljós að árið 2011 keyptu Íslendingar og leigðu tæplega þrjár milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda, en á sama tíma horfðu þeir á um níu milljónir mynda og þátta án þess að greiða fyrir efnið. „Glænýjir erlendir þættir eru oftast komnir inn á svona síður mjög fljótt. Meira að segja löngu áður en farið að selja þá löglega á erlendum síðum," segir Guðrún, og á síðu átaksins er vísað í erlendar kannanir sem sýna fram á samdrátt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. „Það að eitthvað sé ekki í boði í verslun gefur þér ekki rétt til að taka það ófrjálsri hendi annars staðar. Mér finnst það mjög léleg afsökun. Það eru ekki mannréttindi að fá að horfa á nýjasta Homeland-þáttinn sama dag og hann er frumsýndur í Bandaríkjunum."
Tengdar fréttir Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00