Innlent

Bílvelta við Þorlákshafnarafleggjara

Stór jeppi liggur utan vegar við Suðurlandsveg við afleggjarann til Þorlákshafnar. Tvær lögreglubifreiðar og sjúkrabíll eru á leiðinni á vettvang. Ekki er vitað um slys á fólki. Akstursaðstæður eru erfiðar á Hellisheiði og í næsta nágrenni vegna skafrennings.

Uppfært klukkan 17:40

Bifreiðin rann til í hálku og hafnaði utan vegar. Ökumaður var einn í bílnum og sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×